Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2020 | 22:00

Masters 2020: 5 í forystu í hálfleik

Nokkuð óvenjulegt, eins og allt árið 2020, er að Masters risamótið fer nú fram í nóvember.

Það eru fimm (5) sem eru efstir og jafnir í hálfleik á Masters.

Þetta eru þeir Abraham Ancer frá Mexíkó, Dustin Johnson og Justin Thomas frá Bandaríkjum, hinn ástralski Cameron Smith og Spánverjir Jon Rahm.

Þeir hafa allir spilað á 9 undir pari, 135 höggum.

Tiger Woods er meðal keppenda og sem stendur T-17.  Bernhard Langer, sem er meðal efstu kylfinga í mótinu er T-26 – vel af sér vikið!!! Jordan Spieth hefir oft staðið sig betur á Augusta, rétt slapp í gegnum niðurskurð og er T-50.

Niðurskurður í ár miðaðist í við slétt par eða betra.

Margir eðalkylfingar komust ekki í gegnum niðurskurð en þeirra á meðal eru Matt Kuchar, Henrik Stenson og Francesco Molinari.

Sjá má stöðuna á Masters með því að SMELLA HÉR: