Afmæliskylfingur dagsins: Kel Nagle – 21. desember 2020
Ástralska kylfingurinn Kel Nagle fæddist 21. desember 1920 og lést 29. janúar 2015. Hann hefði orðið 100 ára í dag. Nagle er reyndar oft kallur „faðir golfsins“ í Ástralíu. Hér má rifja um hluta af ferli þessa frábæra kylfings í minningarorðum Golf1 um Nagle 2015 – SMELLIÐ HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Walter Hagen, 21. desember 1892 – 6. október 1969 (hefði orðið 126 ára); Christy O’Connor, 21. desember 1924 – 24. maí 2016 (hefði orðið 96 ára); Gísli Sváfnisson, 21. desember 1953 (67 ára); Marín Rún Jónsdóttir; 21. desember 1954 (66 ára); Ásdís Olsen, 21. desember 1962 (58 ára); Jónas Jónsson, 21. desember 1966 Lesa meira
Evróputúrinn: Westy nr. 1 á stigalistanum
Lee Westwood (Westy) varð efstur á Race to Dubai stigalista Evrópumótaraðarinnar, nú í ár 2020. Það gerir hann að elsta kylfingi til þess að verða efstur á stigalistanum. Westy er fæddur 28. apríl 1973 og því 47 ára nú í ár. Ellefu sigurvegarar nú í voru ekki fæddir þegar Westy lék sitt fyrsta mót á Evróputúrnum. Sjá má hvað Westy hafði að segja þegar ljóst var að hann hampaði stigameistaratitlinum nú í ár – SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Jennifer Song —— 20. desember 2020
Það er Jennifer Song sem er afmæliskylfingur dagins. Hún fæddist 20. desember 1989 í Ann Arbor, í Michigan og á því 31 árs afmæli í dag. Hún komst á LPGA í gegnum góðan árangur sinn á Futures Tour 2010 og var 2011 því fyrsta árið hennar á túrnum. Árið 2009 sigraði hún bæði í US Women´s Amateur Public Links og US Women´s Amateur. Hún er 4. kylfingurinn í sögunni til þess að sigra bæði mótin og aðeins önnur af 2 kylfingum til þess að sigra bæði mót sama árið. Song ólst upp í Suður-Kóreu en fluttist með foreldrum sínum til Bandaríkjanna og er í dag með tvöfaldan ríkisborgararétt. Í Kóreu Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (51/2020)
Tveir örstuttir á ensku: 1 Why do golfers hate cake? Because they might get a slice. 2 What is the difference between a golfer and a fisherman? When a golfer lies, he doesn’t have to bring anything home to prove it.
Afmæliskylfingur dagsins: Davíð Már Vilhjálmsson og Sævar Pétursson – 19. desember 2020
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Davíð Már Vilhjálmsson og Sævar Pétursson. Davíð Már er fæddur 19. desember 1980 og á því 40 ára afmæli í dag. Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Davíð Már var ásamt Nínu Björk klúbbmeistari GM 2015. Komast má á facebook síðu Davíðs Más til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Davíð Már – Innilega til hamingju með 40 ára stórafmælið!!! Sævar er fæddur 19. desember 1974 og á því 46 ára afmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Sævars til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Sævar Pétursson – Innilega til hamingju með árin 46!!! Aðrir frægir kylfingar sem Lesa meira
Evróputúrinn: Välimäki nýliði ársins
Sami Välimäki er fyrsti Finninn til að hljóta Henry Cotton verðlaunin, sem veitt eru nýliða ársins á Evrópumótaröð karla. Välimäki er fæddur 16. júlí 1998 í Nokia, Finnlandi og því aðeins 22 ára. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2019 og lék það tímabil á Pro Golf Tour, þar sem hann sigraði 4 sinnum. Hann komst síðan gegnum Q-school og aðeins í 6. móti sínu á Evróputúrnum landaði hann fyrsta sigri sínum. Sigurinn kom á Oman Open, 1. mars 2020. Välimäki lauk fyrsta keppnistímabili sínu á Evróputúrnum í 11. sæti á stigalistanum og því vel að nýliðaverðlaununum kominn!
Afmæliskylfingur dagsins: DJ Trahan og Shin Ae Ahn —— 18. desember 2020
Afmæliskyfingar dagsins eru tveir: DJ Trahan og Shin Ae Ahn frá Suður-Kóreu. DJ Trahan fæddist 18. desember 1980 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Hann á í beltinu 2 sigra á PGA Tour og 1 sigur á Korn Ferry Tour. Besti árangur hans í risamóti er T-4 árangur á Opna bandaríska árið 2008. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Trahan með því að SMELLA HÉR: Shin Ae Ahn fæddist 18. desember 1990 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Hún vakti verðskuldaða athygli á Evían Masters mótinu, í Évian-Les-Bains, í Frakklandi, 2011. Þessi geðþekka, unga stúlka frá Suður-Kóreu deildi efsta sætinu þar með sér reyndari og Lesa meira
GR: Guðmundur Ágúst íþróttakarl Reykjavíkur 2020
Íþróttafólk Reykjavíkur 2020 var tilkynnt í dag með öðrum hætti en venjulega vegna aðstæðna í samfélaginu, Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR var valinn íþróttamaður ársins og íþróttakona ársins er Steinunn Björnsdóttir, handknattleikskona úr Fram. Á árinu 2020 var Guðmundur Ágúst með keppnisrétt á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, Challenge Tour en aðeins fimm íslenskir kylfingar hafa öðlast keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni. Guðmundur Ágúst endaði í 46. Sæti á stigalistanum sem er næst besti árangur hjá íslenskum atvinnukylfingi á Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour). Besti árangur hans var á Norður-Írlandi þar sem Guðmundur Ágúst endaði í 5. sæti. Guðmundur Ágúst hefur farið hratt upp heimslistann á undanförnum misserum. Sjá nánar í frétt á vef Íþróttabandalags Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hafdís Alda Jóhannsdóttir – 17. desember 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Hafdís Alda Jóhannsdóttir. Hafdís Alda er fædd 17. desember 1997 og á því 23 ára afmæli í dag! Hafdís Alda er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hafdís Alda er klúbbmeistari Golfklúbbs Hellu 2011, 2012 og 2013 í kvennaflokki og eins klúbbmeistari Keilis 2017. (Sjá má eldra viðtal Golf1 við Hafdísi Öldu með því að SMELLA HÉR: ) Um skeið lék Hafdís Alda í bandaríska háskólagolfinu með liði IUPUI. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hafdísi til hamingju hér að neðan Hafdís Alda (23 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Rocco Mediate, 17. desember Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Stephen Spray – 16. desember 2020
John Stephen Spray er afmæliskylfingur dagsins, en hann fæddist í Des Moins, Iowa, 16. desember 1940 og hefði því átt 80 ára merkisafmæli í dag, en hann lést 15. maí fyrr á árinu. Spray lék í bandaríska háskólagolfinu og var í 2. liðum University of Iowa og Eastern New Mexico University. Spray gerðist atvinnumaður í golfi árið 1964. Hann á 8 sigra á atvinnumannamótaröðum í beltinu þ.á.m. 1 sigur á PGA Tour, en hann kom 26. október 1969 á San Francisco Open Invitational. Þar átti hann 1 högg á þann sem var í 2. sæti, sjálfan Chi Chi Rodriguez. Besti árangur Spray í risamótum var T-5 árangur á Opna bandaríska 1968. Spay Lesa meira










