Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 24. 2020 | 12:00

Evróputúrinn: Westy kylfingur ársins 2020!

Lee Westwood (Westy) hlaut titilinn „Leikmaður ársins“ árið 2020 á Evrópumótaröð karla. Þetta er í 4. sinn sem hann hlýtur þennan titil og nú eftir að verða stigameistari 47 ára! Þetta er 27. keppnistímabil Westy á Evróputúrnum og eftir að hann sigraði á Abu Dhabi Championship  varð hann fyrsti kylfingurinn til þess að sigra mót á 4 ólíkum áratugum. Hann lauk 2020 með því að verða stigameistari Evróputúrsins í 3. sinn – og 20 árum eftir að hann vann fyrst það sem nú kallast stigameistaratitill. „Mér er þetta mikill heiður og ég er virkilega upp með mér að hafa verið valinn kylfingur ársins á Evrópumótaröð karla þar sem samkeppninn um þennan titil Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2020 | 22:00

LPGA: Engin valin „nýliði ársins“ á þessu Covid ári 2020!

Nú í ár, 2020, var engin valin nýliði ársins á LPGA. Ástæðan er að Covid setti strik í reikninginn varðandi allt mótahald. Þessi heiðursverðlaun „nýliði ársins“ hafa verið veitt óslitið frá áriu 1962 …. og þar til nú. Opinbert heiti titilsins í dag er „Louise Suggs Rolex Rookie of the Year.“ Mjög stór nöfn eru á listanum yfir þær, sem hlotið hafa heiðurinn á undanförnum árum og 10 af þessum kylfingum (sjá hér neðar) hafa síðar hlotið inngöngu í frægðarhöll kylfinga. Hér fer listi yfir „nýliða ársins“ á LPGA á undanförnum árum: 2020 — ekki veitt 2019 — Jeongeun Lee6 2018 — Jin Young Ko 2017 — Sung Hyun Park Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2020 | 18:00

Skötuveislur með fjarfundasniði

Nú á tímum Covid-19 eru ekki bara verið að setja allskonar hömlur á golfspil, heldur eru samkomur manna, sem telja fleiri en 9 bannaðar. Það er slæmt því einkum á þessum degi, degi heilags Þorláks, gera menn sér oftar en ekki glaðan dag og koma saman og snæða skötu. Golfklúbbar hafa verið einkar iðnir að halda skötuveislur og hér sunnanlands einkum Golfklúbburinn Keilir og Golfklúbbur Sandgerðis. Hvers vegna er haldið í þennan sið skötuáts? Jú, hér áður fyrr að kaþólskum sið átti að fasta fyrir jól, því sem mestur munur átti að vera á föstumat og jólakræsingum. Hinn 23. desember er dánardægur heilags Þorláks, verndardýrlings Íslands og því síst á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigurbjörg Ragna Arnarsdóttir – 23. desember 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Sigurbjörg Ragna Arnarsdóttir. Hún er fædd á Þorláksmessu, þ.e. 23. desember 2070 og á því 50 ára stórafmæli í dag.  Komast má á facebooksíðu Sigurbjargar Rögnu til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan Sigurbjörg Ragna Arnarsdóttir – Innilega til hamingju með 50 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Herman Barron,f. 23. desember 1909 – d. 11. júní 1978; Eyrún Birgisdóttir, 23. desember 1952 (67 ára); Guðmundur Freyr Hansson, 23. desember 1962 (57 ára); John Bickerton, 23. desember 1969 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Sigurbjörg Ragna Arnarsdóttir 23. desember 1970 (49 ára); Daníel Chopra, 23. desember 1973 (46 ára); Pétur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2020 | 14:00

LPGA: Sei Young Kim kylfingur ársins

Það er Sei Young Kim frá S-Kóreu, sem er kylfingur ársins á LPGA árið 2020. Hver hlyti titilinn í ár, varð ekki ljóst fyrr en eftir lokamót LPGA, CME Group Tour Championship, sem lauk sl. helgi. Inbee Park var búin að vera efst á stigalista LPGA, en með glæsilegum T-2 árangri á CME tryggði Kim sér titlinn. Inbee náði aðeins að verða T-35 í mótinu. Við þetta hlaut Kim 118 stig á stigalista LPGA, en Inbee varð í 2. sæti með 112 stig. Sei Young Kim sigraði í tveimur LPGA mótum 2020, þ.e. KPMG PGA risamóti kvenna og Pelican Championship presented by DEX Imaging and Konica Minolta og náði þar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2020 | 12:00

LPGA: Danielle Kang hlaut Vare Trophy

Bandaríski kylfingurinn, Danielle Kang, hlaut Vare bikarinn, sem veittur er fyrir lægsta meðalskor á LPGA. Meðalskor Kang árið 2020 var 70,082 högg. Danielle Kang varð ljóst að hún hefði unnið Vare bikarinn eftir lokamót LPGA, CME Group Tour Championship Hún sagði: „Í endinn á lokahringnum leit ég á kylfusveininn minn og sagði: „Við unnum Vare bikarinn“ Það er þó árangur. Þetta er ágætisárangur í ferlinum, að ég náði þessu . Ég get litið tilbaka á 2020 keppnistímabilið sem þess tímabils, þar sem ég vann Vare bikarinn.“ Aðeins 1 kylfingi á LPGA hefir tekist að vera með lægra skor en 69 högg en það var Annika Sörenstam sem var að meðaltali Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Halldóra Eyfjörð – 22. desember 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Halldóra Eyfjörð. Halldóra er fædd 22. desember 1960 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. . Komast má á facebook síðu Halldóru til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Halldóra Eyfjörð (Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Charles Edward Sands, 22. desember 1865, Jan Stephenson, 22. desember 1951 (69 ára); Halldóra Eyfjörð, 22. desember 1960 (59 ára); Kristín Aðalsteinsdóttir, 22. desember 1972 (48 ára); Jason Barnes, 22. desember 1983 (37 ára); Yuta Ikeda, 22. desember 1985 (35 ára); Emilee Tayler, 22. desember 1989, (31 árs); Richy Werenski, 22. desember 1991 (29 ára); Magnús Freyr Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2020 | 22:00

LPGA: Ko sigraði á CME

Það var efsti kvenkylfingurinn á Rolex-heimslistanum, Jin Young Ko, frá S-Kóreu, sem tryggði sér sigur á lokamóti LPGA mótaraðarinnar á þessu ári CME Group Tour Championship. Mótið fór fram í Naples Flórída 18.-21. desember 2020. Sigurskor Ko var 18 undir pari í heildina. Sigur hennar var öruggur því hún átti heil 5 högg á löndu sína Sei Young Kim og hina áströlsku Hönnuh Greene, sem urðu í 2. sæti á samtals 13 undir pari, hvor. Sjá má lokastöðuna á CME Group Tour Championship með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2020 | 20:00

PGA: Thomas feðgar sigruðu á PNC

Það voru þeir Justin Thomas og pabbi hans, Mike Thomas sem báru sigur úr býtum á feðgamótinu PNC, sem er lokamótið á PGA Tour fyrir jól. Reyndar hafa feðgin líka keppnisrétt. Leikfyrirkomulagið er 2 manna skramble og spilaðar eru 36 holur. Vijay Singh og sonur hans Qass Singh urðu í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Thomas feðgum. Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2020 | 18:00

LEK: Gauti nýr formaður

Aðalfundur Landsamtaka eldri kylfinga var haldinn 10. desember með fjarfundarbúnaði. Ný stjórn var kosin samkvæmt tillögum uppstillingar nefndar. Formaður LEK næsta starfsár er Gauti Grétarsson. Formaður boðaði til fyrsta stjórnarfundar 17. des., þar sem stjórnin skipti með sér verkum . Gauti Grétarsson, formaður. Baldur Gíslason, varaformaður. Ásta Óskarsdóttir, ritari Frans Páll Sigurðsson, gjaldkeri. Þórdís Geirsdóttir meðstjórnandi Jón Gunnar Traustason, varamaður Ragnheiður Sigurðardóttir varamaður. Mörg mál bíða stjórnar á nýju ári en enginn veit hvernig það golfár verður en við vonum það besta. Stjórn LEK óskar öllum kylfingum og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Smelltu á myndina til að opna fundargögn aðalfundar LEK 2020. Vegna aðalfundar LEK Lesa meira