Guðrún Brá og Guðmundur Ágúst kylfingar ársins 2020
Golfsamband Íslands hefur valið kylfinga ársins 2020. Þeir eru Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Golfklúbbnum Keili, og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Þetta er í 23. skipti þar sem tveir einstaklingar eru valdir sem kylfingar ársins hjá GSÍ, kona og karl. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðrún Brá fær þessa viðurkenningu. Guðmundur Ágúst fékk þessa viðurkenningu í fyrsta sinn í fyrra og er þetta því í annað sinn sem hann er kylfingur ársins. Árið 1973 var fyrsta kjörið hjá GSÍ á kylfingi ársins en frá árinu 1998 hefur karl og kona verið valin sem kylfingar ársins. Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast verið kjörinn kylfingur ársins í karlaflokki eða alls 11 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Don Johnson ——– 15. desember 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Don Johnson. Don er fæddur 15. desember 1949 og því 71 árs afmæli í dag. Don er leikari og mikill áhugakylfingur, einn sá besti af Hollywood-genginu, með 8,3 í forgjöf. Þekktastur er Don eflaust þekktur fyrir hlutverk sitt sem „Sonny“ Crockett í Miami Vice þáttunum og fyrir að hafa verið kvæntur Melanie Griffith áður en hún giftist og skyldi við Antonio Banderas. Don og Melanie eiga saman dótturina Dakota. Nú í seinni tíð er Don Johnson eflaust einnig þekktur fyrir leik sinn í „Django Unchained“. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jeev Milkha Singh, 15. desember 1971 (49 ára); Vignir Þór Birgisson 15. desember Lesa meira
PGA: Kuchar og English sigruðu á QBE Shootout
Það voru þeir Harris English og Matt Kuchar, sem sigruðu á móti vikunnar á PGA Tour, QBE Shootout. Mótið fór fram í Tiburon golfklúbbnum í Naples, Flórída. Sigurskorið var 37 undir pari, 179 högg (58 61 60). Í 2. sæti urðu Rory Sabbatini og Kevin Tway heilum 9 höggum á eftir. Sjá má lokastöðuna á QBE Shootout með því að SMELLA HÉR: QBE Shootout mótið var komið á laggirnar af frægðarhallarkylfingnum Greg Norman. Í mótinu eiga rétt til þátttöku 24 kylfingar, allt sigurvegar sl. árs, sem spila saman í liði, sem og 12 efstu af 2018-2019 FedEx Cup stigalistanum og 10 sem spila á undanþágu.
LPGA: A Lim Kim sigraði á Opna bandaríska kvenrisamótinu
Fimmta, elsta og síðasta risamót þessa árs fór fram í Champions golfklúbbnum, í Houston, Texas dagana 10.-14. desember 2020. Spilað var á tveimur völlum klúbbsins: Cypress Creek vellinum og Jackrabbit vellinum. Sigurvegarinn var A Lim Kim frá S-Kóreu, sem var að taka þátt á Opna bandaríska í fyrsta sinn. Sigurskorið var 3 undir pari, 281 högg (68 – 74 – 72 – 67). A Lim Kim er frekar óþekkt stærð hér á Vesturlöndum; en hún er fædd 4. október 1995 og því tiltölulega nýorðin 25 ára. Öðru sætinu skiptu þær Jin Young Ko, landa Kim og hin bandaríska Amy Olsen með sér, en þær léku báðar á samtals 2 undir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Unnur Jónsdóttir – 14. desember 2020
Það er Unnur Jónsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Unnur fæddist 14. desember 1940 og á því 80 ára merkisafmæli í dag. Inner varð m.a. klúbbmeistari GOB árið 2011. Komast má á facebook síðu Unnar til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Unnur Jónsdóttir (80 ára afmæli – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Unnur Jónsdóttir, 14. desember 1940 (80 ára!!!); Jane Crafter, 14. desember 1955 (64 ára); Guðjón Grétar Daníelsson, 14. desember 1964 (56 ára); Prjónaeitthvað Og Leikir 14. desember 1970 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!; ); Jóhann Issi Hallgrímsson 14. desember 1973 (47 ára); Ragnar Davíð Riordan 14. desember 1984 (36 Lesa meira
Evróputúrinn: Fitzpatrick sigraði á DP World Tour Championship
Lokamót Evróputúrsins, DP World Tour Championship, fór fram dagana 10.-13. desember 2020. Að venju fór mótið fram í Jumeirah Golf Estates, Dubaí, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sigurvegari mótsins var enski kylfingurinn Matthew Fitzpatrick og er þetta í 2. skipti sem hann sigrar í mótinu. Sigurskorið var 15 undir pari, 273 högg (68 68 69 68). Sjá má lokastöðuna á DP World Tour Championship með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingar dagsins: Rickie Fowler og Finnbogi Steingrímsson – 13. desember 2020
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir annars vegar Finnbogi Steingrímsson og hins vegar Rickie Fowler. Finnbogi er fæddur 13. desember 2001 og á því 19 ára afmæli í dag. Hann er afrekskylfingur í GM, sonur hjónanna Steingríms Walterssonar og Elínar Rós Finnbogadóttur. Komast má hér að neðan á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið!!! Finnbogi Steingrímssson Finnbogi Steingrímsson 19 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Sæti strákurinn í litríku golffötunum Rickie Fowler er fæddur 13. desember 1988 í Murrieta, Kaliforníu og á því 32 ára afmælií dag. Fowler spilar á bandaríska PGA og vann einmitt sinn fyrsta sigur á mótaröðinni, 6. maí 2012, þegar hann Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (50/2020)
Nokkrar golfsagnir á ensku: 1 When I die, please bury me on the golf course so that my husband can visit me 2 If NASA wants to explore the water on Mars, they should send a golfer there to hit a golf ball 3 Baby-sitting is a piece of cake for golfers 4 A golf ball said, “I once was lost, but now I am found.” 5 That one club in your bag that you can never hit straight
Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Sveinsson – 12. desember 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Benedikt Sveinsson. Benedikt er fæddur 12. desember 1994 og á því 26 ára stórafmæli í dag. Benedikt er afrekskylfingur í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og klúbbmeistari Keilis 2015, sem fór m.a. holu í höggi í meistaramótinu 2015. Í ár hefir Benedikt m.a. spilað á Mótaröð þeirra bestu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Benedikt Sveinsson, klúbbmeistari GK 2015. Mynd: Í einkaeigu Benedikt Sveinsson (25 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Shirley Englehorn, 12. desember 1940 (80 ára MERKISAFMÆLI!!!); Philip Parkin, 12. desember 1961 (59 ára); Lesa meira
GS: Guðmundur Rúnar og Margrét Fjóla kylfingar ársins 2020
Aðalfundur Golfklúbbs Suðurnesja (GS) fór fram 3. desember sl. Við það tækifæri voru útnefnd kylfingar GS 2020. Kylfingar GS 2020 eru þau Guðmundur Rúnar Hallgrímsson og Margrét Fjóla Viðarsdóttir. Frábærir kylfingar bæði tvö – Golf 1 óskar þeim innilega til hamingju með heiðurstitlana.










