
LPGA: Sei Young Kim kylfingur ársins
Það er Sei Young Kim frá S-Kóreu, sem er kylfingur ársins á LPGA árið 2020.
Hver hlyti titilinn í ár, varð ekki ljóst fyrr en eftir lokamót LPGA, CME Group Tour Championship, sem lauk sl. helgi.
Inbee Park var búin að vera efst á stigalista LPGA, en með glæsilegum T-2 árangri á CME tryggði Kim sér titlinn. Inbee náði aðeins að verða T-35 í mótinu.
Við þetta hlaut Kim 118 stig á stigalista LPGA, en Inbee varð í 2. sæti með 112 stig.
Sei Young Kim sigraði í tveimur LPGA mótum 2020, þ.e. KPMG PGA risamóti kvenna og Pelican Championship presented by DEX Imaging and Konica Minolta og náði þar að auki 3 topp-10 áröngrum í viðbót þ.e. á Diamond Resorts Tournament of Champions (T7), Gainbridge LPGA Boca Rio (5.) og Walmart NW Arkansas Championship presented by P&G (T5).
Eftir að ljóst var að Kim yrði leikmaður ársins sagði hún m.a. eftirfarandi í viðtali við fréttamann LPGA, aðspurð hvernig sér liði að hafa hlotið titilinn: „Mér líður vel. Ég er mjög stolt. Já þetta er frábært vegna þess að ég og Paul vinnum mikið og höfum verið frábær í ár. Ég er mjög þakklát öllum sem eru í kringum mig, eins og foreldrum mínum og svo þjálfara minum, herra Moon, og já og fjölskyldunni allri. Já, ég er mjög þakklát þeim öllum. “
Sei Young Kim var fyrir 5 árum, þ.e. 2015, valin Louise Suggs Rolex nýliði ársins.
Inbee Park hafnaði í öðru sæti á eftir Kim í valinu um „LPGA Rolex leikmann ársins“; hlaut eins og segir 112 stig. Árið 2020 sigraði Park á ISPS Handa Australian Open mótinu og lauk árinu með sjö topp-10 áröngrum til viðbótar í 13 mótum, þar á meðal landaði hún þrívegis 2. sætinu þ.e. á Diamond Resorts mótinu, KPMG Women’s PGA Championship og Volunteers of America Classic.
Danielle Kang varð þriðja með 87 stig, eftir tvo sigra, þ.e. á LPGA Drive On Championship – Inverness Club og Marathon LPGA Classic presented by Dana ásamt þremur topp-10 áröngrum í viðbót.
Hin virta viðurkenning „Rolex leikmaður ársins“ var fyrst veitt af LPGA árið 1966. LPGA kylfingar fá stig á hverju LPGA móti – sú sem sigrar flest og síðan fækkar stigunum eftir því sem neðar dregur. Stigahæsta stúlkan í lok keppnistímabilsins hlýtur síðan heiðursnafnbótina „Rolex leiðmaður ársins“ og glæsilegan bikar. Tvöföld sigurvegarastig eru veitt fyrir sigur í hverju af hinum fimm stóru risamótum LPGA – ANA Inspiration, KPMG Women’s PGA Championship, U.S. Women’s Open, AIG Women’s Open og the Evian Championship.
Aðalmyndagluggi: Sei Young Kim með „Rolex leikmaður ársins“ bikarinn.
- janúar. 18. 2021 | 00:30 PGA: Na sigraði á Sony Open
- janúar. 18. 2021 | 00:01 Thomas missir Ralph Lauren sem styrktaraðila
- janúar. 17. 2021 | 21:00 GA: Lárus Ingi kylfingur ársins 2020
- janúar. 17. 2021 | 20:00 Tiger: „Hún brosir ekki núna!“
- janúar. 17. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birnir Valur Lárusson – 17. janúar 2021
- janúar. 17. 2021 | 07:00 PGA: Brendan Steele leiðir f. lokahringinn á Sony Open
- janúar. 16. 2021 | 20:00 Eru Phil og Tiger vinir?
- janúar. 16. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2021)
- janúar. 16. 2021 | 19:30 DeChambeau forðast að ræða tengsl sín við Trump
- janúar. 16. 2021 | 18:00 Ingi Þór Hermannsson heiðraður á Íþróttahátíð Garðabæjar
- janúar. 16. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Kristján Þór Gunnarsson – 16. janúar 2021
- janúar. 16. 2021 | 08:00 PGA: Taylor tekur forystuna í hálfleik
- janúar. 15. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms — 15. janúar 2021
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu