Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2020 | 20:00

PGA: Thomas feðgar sigruðu á PNC

Það voru þeir Justin Thomas og pabbi hans, Mike Thomas sem báru sigur úr býtum á feðgamótinu PNC, sem er lokamótið á PGA Tour fyrir jól.

Reyndar hafa feðgin líka keppnisrétt.

Leikfyrirkomulagið er 2 manna skramble og spilaðar eru 36 holur.

Vijay Singh og sonur hans Qass Singh urðu í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Thomas feðgum.

Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: