Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2020 | 22:00

LPGA: Ko sigraði á CME

Það var efsti kvenkylfingurinn á Rolex-heimslistanum, Jin Young Ko, frá S-Kóreu, sem tryggði sér sigur á lokamóti LPGA mótaraðarinnar á þessu ári CME Group Tour Championship.

Mótið fór fram í Naples Flórída 18.-21. desember 2020.

Sigurskor Ko var 18 undir pari í heildina.

Sigur hennar var öruggur því hún átti heil 5 högg á löndu sína Sei Young Kim og hina áströlsku Hönnuh Greene, sem urðu í 2. sæti á samtals 13 undir pari, hvor.

Sjá má lokastöðuna á CME Group Tour Championship með því að SMELLA HÉR: