Stefán Már Stefánsson, GR. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2012 | 16:30

EPD: Stefán Már og Þórður Rafn komust áfram á Gloria Old Course Classic

Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR, komust áfram í gegnum niðurskurð á Gloria Old Course Classic mótinu, en mótið er hluti af EPD mótaröðinni þýsku. Mótið fer fram á samnefndum golfvelli í Belek, í Tyrklandi.

Stefán Már lék á 73 höggum í dag +1 yfir pari, bætti sig um 3 högg frá því á fyrri hring og kláraði hringina 2 á samtals +5 yfir pari (76 73).  Hann deildi 36. sætinu með 3 öðrum.

Þórður Rafn Gissurarson, GR. Mynd: Golf 1.

Þórður Rafn rétt slapp í gegnum niðurskurðinn, var á 76 höggum fyrri daginn en 74 höggum í dag og því samtals á 150 höggum, samtals  +6 yfir pari og var í hópi síðustu 8, sem komust í gegnum niðurskurð, T-56.

Golf 1 óskar Stefáni Má og Þórði Rafni góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna á Gloria Old Course Classic smellið HÉR: