
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2012 | 16:30
EPD: Stefán Már og Þórður Rafn komust áfram á Gloria Old Course Classic
Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR, komust áfram í gegnum niðurskurð á Gloria Old Course Classic mótinu, en mótið er hluti af EPD mótaröðinni þýsku. Mótið fer fram á samnefndum golfvelli í Belek, í Tyrklandi.
Stefán Már lék á 73 höggum í dag +1 yfir pari, bætti sig um 3 högg frá því á fyrri hring og kláraði hringina 2 á samtals +5 yfir pari (76 73). Hann deildi 36. sætinu með 3 öðrum.
Þórður Rafn rétt slapp í gegnum niðurskurðinn, var á 76 höggum fyrri daginn en 74 höggum í dag og því samtals á 150 höggum, samtals +6 yfir pari og var í hópi síðustu 8, sem komust í gegnum niðurskurð, T-56.
Golf 1 óskar Stefáni Má og Þórði Rafni góðs gengis á morgun!
Til þess að sjá stöðuna á Gloria Old Course Classic smellið HÉR:
- mars. 31. 2023 | 16:30 Gary Player þarf að „grátbiðja“ til að fá að spila á Augusta National
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Sigurbergsdóttir – 23. mars 2023
- mars. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Peter McEvoy og Davíð Arthur Friðriksson – 22. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore