Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2012 | 09:00

GKJ: Ármann efstur í púttmóti á laugardaginn – Theodór og Skúli efstir á Áskorendapútt- mótaröðinni s.l. sunnudag – Allir með 25 pútt!

Á heimasíðu GKJ er eftirfarandi frétt um tvö púttmót, sem fram fóru hjá GKJ um helgina:

„Tvö púttmót voru haldin um helgina í æfingaaðstöðunni á Blikastaðanesi. Á laugardaginn mættu 23 og var keppnin jöfn og spennandi eins og svo oft áður. Helstu úrslit urðu þessi:

1. Ármann Sigurðsson 25 pútt
2. Gunnar Árnason, 26 pútt (eftir bráðabana)
3. Þórhallur Kristvinsson, 26 pútt

Næsta mót verður laugardaginn 28. janúar og hefst kl. 10:30 og stendur til kl. 12:00.

Theodór Emil var á 25 púttum!

Áskorendamótaröðin

Það voru 26 kylfingar sem komu og tóku þátt í fyrsta mótinu á Áslorendamótaröðinni. Mikil og hörð barátta var á milli þessara kylfinga og sáust frábær tilþrif á púttvellinum. Það endaði þó með því að tveir leikmenn sköruðu framúr á 25 púttum en það voru þeir Theodór Emil Karlsson og Skúli Skúlason og eru þeir því komnir áfram í Lokamót Áskorendamótaraðarinnar. Það voru einnig tveir jafnir í þriðja sæti þeir Elís Rúnar Elísson og Gunnar Árnason sem fóru hringinn á 28 púttum. Eftir skrifstofubráðabana þá hafði Gunnar betur en hann lék seinni níu holurnar á 12 höggum en Elís á 15. Það eru því Skúli, Theodór og Gunnar sem voru fyrstir til að vinna sér þátttökurétt í Lokamóti Áskorendamótaraðarinnar.

Næsta mót verður haldið sunnudaginn 29. janúar og fer fram í Vélaskemmu GKJ frá klukkan 12-15. Endilega mætið og freistið gæfunnar í skemmtilegri keppni og í leiðinni styrkið þið æfingaferð GKJ ungmenna sem farinn verður til Spánar þann 9. apríl.“