Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2012 | 12:55

Afmæliskylfingur dagsins: Jóhanna Dröfn Kristinsdóttir – 24. janúar 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Jóhanna Dröfn Kristinsdóttir, GO. Hún fæddist 24. janúar 1962 og á því 50 ára stórafmæli í dag! Jóhanna Dröfn hefir átt fast sæti fyrir hönd Golfklúbbsins Odds í kvennasveit GO og hefir tekið þátt í mörgum sveitakeppnum GSÍ á undanförnum árum, var m.a. í sveit GO sem vann 2. deild kvenna 2005.  Af mörgu er að taka í golfferli Jóhönnu Dröfn en hún hefir sigrað í mörgum opnum mótum vann m.a. ára-mót GO 2009.  Jóhanna Dröfn hefir m.a. átt sæti í stjórn í GO.

Jóhanna er dóttir Kristins Sigurpáls Kristjánssonar og á eina dóttur Lilju Valþórsdóttur. Eins er Jóhanna Dröfn systir Dóru Kristínar í GHD.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Kim Saiki Maloney, 24. janúar 1966 (46 ára);  Aldilson da Silva, 24. janúar 1972 (vann í Sishen Golf Club á Vodafone Origins of Golf mótaröðinni á Sólskinstúrnum 2. september 2011 – 40 ára stórafmæli í dag!) Jason Knutzon, 24. janúar 1976 (36 ára);  Antti Juhani Ahokas 24. janúar 1985 (27 ára).  Eins eiga afmæli:

F. 24. janúar 1987 (25 ára)

F. 24. janúar 1983 (29 ára)
F. 24. janúar 1972 (40 ára stórafmæli!)

F. 24. janúar 1949 (53 ára).
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem eiga afmæli í dag innilega til hamingju með daginn!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is