Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2012 | 03:00

PGA: Phil Mickelson og Keegan Bradley jafnir – hápunktar og högg 3. dags á Northern Trust

Það eru Phil Mickelson og sigurvegari PGA Championship 2011, Keegan Bradley, sem eru efstir og jafnir fyrir lokadag Northern Trust Open. Báðir hafa þeir spilað hringina 3 á samtals -7 undir pari, samtals 206 höggum; Phil (66 70 70) og Keegan (71 69 66).  Það var frábær hringur Keegan upp á 66 högg, sem skaut honum í toppsætið við hlið Phil, en Keegan ásamt Aron Baddeley áttu lægsta skor 3. hrings.

„Þetta var frábær hringur hjá mér vegna þess að ég spilaði ekki vel, var -1 undir pari og ég er á toppi skortöflunnar,“ sagði Mickelson eftir 3. hring. „Venjulega þegar ég vinn, þá á ég tvo góða hringi og á tvo sem eru ekkert svo sérstakir en ég verð að hanga inni til þess að gefa sjálfum mér tækifæri (á sigri).“

„Hann er með mikið keppnisskap, en hjálpsamur á sama tíma,“ sagði Bradley um Phil. „Ég þakka fyrir ráðgjöf hans og hjálp. En hann mun reyna að vinna mig á morgun og ég verð að reyna að gera það sama.“

Ljóst er því að það stefnir í hörkukeppni um efsta sætið milli þeirra tveggja og … ja þeirra sem næstir koma því forysta Phil og Keegan er ekkert rosalega mikil.

Í 3. sæti aðeins 1 höggi á eftir eru þrír kylfingar: Pat Perez, Bryce Molder og Jonathan Byrd á samtals -6 undir pari, hver.

Í 6. sæti eru enn hópur þriggja kylfinga: Dustin Johnson, Aron Baddeley og Bill Haas aðeins 2 höggum á eftir forystunni, á samtals -5 undir pari, hver.

Skemmtilegt kvöld á PGA Tour og Northern Trust Open framundan!

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Northern Trust Open smellið HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Northern Trust Open smellið HÉR:

Til þess að sjá högg 3. dags á Northern Trust Open, sem Aron Baddely átti á par-4, 18. brautinni, smellið HÉR: