
LPGA: Yani Tseng sigraði í Thaílandi
Yani Tseng, sýndi og sannaði enn einu sinni af hverju hún er nr. 1 í heiminum. Hún er illsigranlegur klettur í kvennagolfinu! í dag kom hún í hús á 66 höggum, átti lægsta skor dagsins ásamt Lexi Thompson, sem fyrir vikið þaut upp skortöfluna úr T-36 í T-14. Frábært hjá yngsta leikmanni LPGA!
En árangur Yani er ekkert nema stórkostlegur – hún sigraði naumt að vísu, átti 1 högg á Ai Miyazato, sem búin var að leiða mestallt mótið, en varð að gera sér að góðu 2. sætið.
Yani hirti sigurtékkann upp á $ 225.000,- (27 milljónir íslenskra króna) með skor upp á samtals -19 undir pari, samtals 269 högg (73 65 65 66).
Í 3. sæti var Jiyai Shin, samtals -17 undir pari, 271 höggi og í því 4. Amy Yang á samtals -14 undir pari, 274 höggum.
Aðrar sem voru ofarlega á skortöflunni voru hin ástralska Karrie Webb, sem var í forystu framan af mótsins, en spilaði verr og verr eftir því sem á leið og lauk leik T-9 og hin sænska Caroline Hedwall, sem bætti leik sinn lítillega fór úr T-15 í T-12 og var á samtals -7 undir pari.
Suzann Pettersen átti hins vegar afleitan hring (78 högg) og hrundi niður skortöfluna úr 6 sæti í (T-21).
Til þess að sjá úrslit á Honda LPGA Thaíland 2012 smellið HÉR:
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023