Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2012 | 03:15

GK: Vínardrengjakórinn sigraði í liðapúttmótaröð Hraunkots 2012

Það var Vínardrengjakórinn, skipaður þeim Benedikt Árna Harðarsyni, Benedikt Sveinssyni, Degi Ebenezerssyni og Ragnari Ágúst Ragnarssyni, sem bar sigur úr býtum í liðapúttmótaröð Hraunkots 2. árið í röð í gær.

Í fyrra sigraði Vínardrengjakórinn lið Golfspjallsins.is í úrslitaleik – í gær lék Vínadrengjakórinn gegn Team Ísak um 1. sætið og sigraði!  Vínardrengjakórinn varði því titil sinn í liðapúttmótaröð Hraunkots með glæsibrag!

Fríða og dýrin púttuðu um 3. sæti við lið Hissa.is og var mjög mjótt á mununum, en að lokum höfðu Fríða og dýrin betur.

Ákveðin prósenta af þátttökugjaldi í mótinu fór í verðlaun, sem voru einkar glæsileg:

1. sæti: 75.000 krónur.
2. sæti: 45.000 krónur.
3. sæti: 30.000 krónur.
4. sæti: 15.000 krónur.

Golf 1 óskar Vínardrengjakórnum innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur!