
Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra og Ingunn byrja ekki vel á Peg Barnard Invitational
Í gær hófst á golfvelli Stanford háskólans í Kaliforníu, Peg Barnard Invitational. Í mótinu taka þátt 70 kylfingar frá 12 háskólum þ.á.m. tveir íslenskir kylfingar, Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og Ingunn Gunnarsdóttir, GKG, sem spila með liðum sínum í bandaríska háskólagolfinu San Francisco og Furman. Þetta er aðeins 2 daga helgarmót, spilað dagana 18. og 19. febrúar.
Eygló Myrra spilaði á +13 yfir pari, 84 höggum og er sem stendur T-54 þ.e. deilir 54. sætinu ásamt 5 öðrum kylfingum. Skor Eygló Myrru hjá San Francisco telur ekki, en skólinn hennar deilir 8. sætinu með háskóla Ingunnar, Furman.
Ingunn Gunnars spilaði á +17 yfir pari, 88 höggum og er T-64, þ.e. deilir 64. sætinu með Loren Forney frá Portland State.
Golf 1 óskar Eygló Myrru og Ingunni góðs gengis í dag!
Til þess að sjá stöðuna á Peg Barnard Invitational smellið HÉR:
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023