Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2012 | 13:00

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra og Ingunn byrja ekki vel á Peg Barnard Invitational

Í gær hófst á golfvelli Stanford háskólans í Kaliforníu, Peg Barnard Invitational. Í mótinu taka þátt 70 kylfingar frá 12 háskólum þ.á.m. tveir íslenskir kylfingar, Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og Ingunn Gunnarsdóttir, GKG, sem spila með liðum sínum í bandaríska háskólagolfinu San Francisco og Furman. Þetta er aðeins 2 daga helgarmót, spilað dagana 18. og 19. febrúar.

Ingunn Gunnarsdóttir

Eygló Myrra spilaði á +13 yfir pari, 84 höggum og er sem stendur T-54 þ.e. deilir 54. sætinu  ásamt 5 öðrum kylfingum.  Skor Eygló Myrru hjá San Francisco telur ekki, en skólinn hennar deilir 8. sætinu með háskóla Ingunnar, Furman.

Ingunn Gunnars spilaði á +17 yfir pari, 88 höggum og er T-64, þ.e. deilir 64. sætinu með Loren Forney frá Portland State.

Golf 1 óskar Eygló Myrru og Ingunni góðs gengis í dag!

Til þess að sjá stöðuna á Peg Barnard Invitational smellið HÉR: