Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2012 | 15:30

GÓ: Drög að mótaskrá Golfklúbbs Ólafsfjarðar fyrir sumarið 2012 komin-Styrktaraðila vantar!

Hjá Golfklúbbi Ólafsfjarðar er verið að skipuleggja golfsumarið 2012 og liggja nú fyrir drög að mótaskrá 2012, sem sjá má HÉR: 

Mótaskráin er mjög metnaðarfull eins og allt starf í Golfklúbbi Ólafsfjarðar.

Enn vantar styrktaraðila fyrir eina mótaröð, sem notið hefir mikilla vinsælda á undanförnum árum. Þeir sem styrkja vilja mótaröðina vinsamlegasta hafið samband við Rósu Jónsdóttur, formann GO í síma s. 863-0240 eða tölvupóstfang: rosajo@simnet.is.

Eins má setja sig í samband við varaformann GÓ, Sigurbjörn Þorgeirsson í síma 899-0286 eða gegnum tölvupóstfangið: sigurbjorn22@hotmail.com