Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2012 | 19:00

Nýju strákarnir á PGA Tour: nr. 20 – Brian Harman

Nú er komið að topp-10 af þeim 29 strákum sem hlutu kortið sitt á PGA Tour 2012, eftir að hafa orðið efstir í Q-school PGA í La Quinta í Kaliforníu í desember á s.l. ári. Fyrst verða kynntir þeir 3 kylfingar, sem deildu 8. sætinu:

T8 T19 Bob Estes (NT) -5 F -13 67 73 69 74 69 67 419
T8 T5 Brian Harman (NT) -2 F -13 69 71 67 74 68 70 419
T8 1 Marco Dawson (NT) 4 F -13 73 68 67 67 68 76 419

Byrjað verður á Brian Harman sem setti glæsilegt vallarmet, 61 högg,  á 2. hring Honda Classic á PGA National Championship golfvellinum í Flórída í gær og varð við það T-5 á Honda Classic þ.e. deilir 5. sætinu með öðrum í mótinu. Fram að því var besti hringur hans á PGA 64 högg á Pebble Beach Pro-Am.

Brian Harman fæddist 19. janúar 1987 í Savannah, Georgíu og er því 25 ára.  Menntaskólinn sem hann var í var Savannah Christian High School.Hann útskrifaðist með gráðu í fjármálafræði frá háskólanum í Georgíu 2009, en hann spilaði öll ár sín með skólanum í bandaríska háskólagolfinu. Sama ár og hann útskrifaðist frá Georgíuháskóla, 2009, gerðist hann atvinnumaður í golfi.  Harman býr á St. Simons Island í Georgíu.  Brian spilaði í 3 mótum 2010 og 2011 á Nationwide túrnum þar sem hann komst 2 sinnum í gegnum niðurskurð í þeim 3 mótum sem hann spilaði í 2011. Mestmegnis spilaði hann þó á eGolf túrnum.

Hér eru nokkrir fróðleiksmolar um Brian Harman:

Golf er það eina sem Brian gerir örvhentur.

Golfkennarar hans eru Jack Lumpkin og Mike Taylor.

Það skemmtilegasta sem hann veit fyrir utan golfið er að horfa á sólarupprás.

Brian ferðast aldrei án farsímans síns.

Hann notar 25 centa mynd sem boltamerki.

Uppáhaldsvefsíðan hans er  realtree.com.

Í uppáhaldi hjá honum eru öll lið frá Atlanta.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur hans er“Boardwalk Empire, uppáhaldskvikmyndin er  „The Departed“ og uppáhaldsíþróttamaður hans er Jarvis Jones.

Uppáhaldsborg hans er Athens, í Georgíu og uppáhaldsfrístaður hans er Marathon í Flórída.

Twitterfang hans er: @harmanbrian.

Uppáhaldstæki hans eru byssur.

Uppáhaldsappið er  Google maps.

Nestið í golfpokanum er dæmigert suður-ríkja bandarískt: hnetusmjörs-sultusneiðar.

Draumahollið er Megan Fox, Heidi Klum og Kid Rock. (Hér er maður sem vill spila með konum!)

Það sem ekki margir vita um Brian Harman er að hann gæti hugsað sér að vera bóndi.

Hér er svo sannarlega Suður-ríkjamaður á ferðinni, þar sem Brian Harman er!

Heimild: PGA Tour.