Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2012 | 22:00

Hver er Kim Kouwabunpat í golfinu?

Kim Lee Kouwabunpat fæddist 11. október í Chino, Kaliforníu og á því sama afmælisdag og ekki ófrægari kylfingar og Heiða Guðna, GKJ og Michelle Wie. Hún ólst upp í Upland, Kaliforníu og tók þátt í fjölda íþrótta þegar hún var að vaxa úr grasi s.s. fóbolta, hafnarbolta, tennis en hætti öllu og sneri sér að golfinu þegar hún var 9 ára eftir að hún fékk að fara á æfingasvæðið með pabba sínum í fyrsta sinn.

Kim Kouwabunpat.

Hún var fljót að læra og 10 ára var hún byrjuð að keppa í golfi.Hún keppti m.a. með strákunum í menntaskóla og hlaut MVP honors á síðasta ári sínu í menntaskóla. Hún keppti einnig í mótum á vegum Southern California Junior Golf Association og American Junior Golf Association. Kim var mjög efnileg sem barn og unglingur var m.a. 5 sinnum Junior All-American, 5 sinnum All-Southern California Team, 2 sinnum Canon Cup team member of the West, og keppti á US Girls’ Junior Championship 5 ár samfellt en besti árangur hennar var 2. sætið á eftir Grace Park, sem hún tapaði fyrir 3&1.

Kim Kouwabunpat.

Þegar hún var 16 ára setti Kim vallarmet í Empire Lakes GC þegar hún kom í hús á -4 undir pari, 68 höggum á lokahring móts á PGA Junior Series. Sem unglingur var Kim 13. best á lista yfir bestu ungkylfinga í Bandaríkjunum.

Kim Kouwabunpat.

Kim hlaut fullan skólastyrk í Stanford og spilaði með kvenaliði skólans öll ár sín þar. Árangur hennar voru 7 skipti meðal 10 efstu og besti árangurinn var 2. sætið á eftir  Lorenu Ochoa á Oregon State’s Shanico Invitational (67-72-76) í Corvallis, Oregon.  Kim var tvisvar sinnum valin í All-PAC10 Conference Team og hlaut viðurkenningu sem besti kylfingur Stanford liðsins 2003-2004. Eftir 4 ógleymanleg, dásamleg ár „on The Farm“ útskrifaðist Kim með BA gráðu í sálfræði í júní 2004.

Eftir útskrift gerðist Kim atvinnumaður og keppti á  Duramed Futures Tour, CN Canadian Women’s Tour, Ladies Asian Golf Tour, Cactus Tour og California Players Tour. Henni hefir tekist að vera 12 sinnum meðal 5 efstu og sigrað tvívegis.

Kim Kouwabunpat.

Árið 2009 tók Kim þátt í Big Break XI: Prince Edward Island golfþáttunum á Golf Channel. Hún lýsir reynslu sinni þar sem einhverri þeirri ótrúlegustu um ævina!

Kim dreymir um að komast á LPGA.

Sjá má ferilsskrá Kim hér:  PLAYER RESUME

Til þess að komast á heimasíðu Kim smellið HÉR: