GR: Glæsilegur hringur hjá Marólínu á púttmótaröð GR-kvenna – nýtt met, 27 högg!!!
Þriðjudaginn 28. febrúar í síðastliðinni viku fór fram mót á púttmótaröð GR-kvenna. Marólína Erlendsdóttir, GR, setti nýtt vallarmet, 27 pútt, sem jafngildir -9 undir pari þ.e. 9 einpútt, sem er glæsilegt! Á heimasíðu GR grgolf mátti lesa eftirfarandi um afrek Marólínu:
„Stemmningin meðal GR kvenna hélt áfram í Korpunni í gærkvöldi og ekkert lát á spennunni sem hefur verið við lýði frá fyrsta kvöldi. Nú eru neglurnar farnar að styttast á hverri kellu enda metin byrjuð að falla; vallarmet vetrarins var slegið í gærkvöldi, 27 högg – og skorið almennt sennilega betra en nokkru sinni. GR konur eru greinilega að komast í stuð og vorfiðringurinn farinn að segja til sín. Fyrrgreint vallarmet varð til þess að Marólína skaust uppí fyrsta sætið! Spennan á toppnum er því næsta óbærileg fyrir síðasta púttmótakvöld sem verður nk miðvikudag.
Nota tækifærið og minni á Skemmtikvöldið 9.mars, skráning hafin á netfangi Eyglóar gjaldkera; amarejon@gmail.com. og svo því sem enginn má missa af, reglukvöldi með Hinna og Þorsteini Svörfuði miðvikudaginn 14. mars kl.20. Kaffi á boðstólnum !
Meðfylgjandi er staðan í dag:
1. sæti Marólína Erlendsdóttir 114 pútt
2. sæti Nanna Björg Lúðvíksdóttir 116 pútt
3. sæti Guðný Ósk 123 pútt
3. sæti Ingibjörg Sigurþórsdóttir 123 pútt
3. sæti Inga Jóna Stefánsdóttir 123 pútt
6. sæti Auðbjörg Erlingsdóttir 124 pútt
7. sæti Margrét Snæbjörnsdóttir 125 pútt
7. sæti Lára Eymundsdóttir 125 pútt
7. sæti Stella Hafsteinsdóttir 125 pútt
10. sæti Margrét Eyrún Birgisdóttir 126 pútt
10. sæti Linda Metúsalemsdóttir 126 pútt
10. sæti Sigríður M. Kristjánsdóttir 126 pútt
10. sæti Margrét Karlsdóttir 126 pútt
10. sæti Björg Cortes 126 pútt
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024