Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2012 | 21:30

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn í 19. sæti á Darius Rucker – búið að stytta mótið í 36 holu mót vegna óveðurs

Hvirfilbylur gekk yfir miðríki Bandaríkjanna og urðu margir bæir sérstaklega í Indiana illa úti – heilu skólarúturnar þeyttust inn í hús og skemmdu og þök rifnuðu af eins og af leikfangahúsum. Óveðrið virðist teygja anga sína alla leið til Suður-Karólínu, þar sem Darius Rucker Intercollegiate mótið sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest lið hennar spila á nú um helgina.

Vegna óveðursins var mótinu fyrst frestað og síðan tekin ákvörðun um að stytta það í 36 holu mót.

Ólafía Þórunn var búin að spila 12 holur í mótinu í dag og vinna sig upp úr T-27 í 19. sætið á mótinu. Spil Ólafíu Þórunnar var glæsilegt í dag og aldrei að vita hversu langt hún hefði farið upp skortöfluna hefði mótinu ekki verið frestað.

Áætlað er að spila 2. hring á Darius Rucker á morgun.

Til þess að sjá stöðuna á Darius Rucker Intercollegiate smellið HÉR: