Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2012 | 11:35

Afmæliskylfingur dagsins: Sigursteinn Árni Brynjólfsson – 9. mars 2012

Það er Sigursteinn Árni Brynjólfsson sem er afmæliskylfingur dagsins, en Sigursteinn er fæddur 9. mars 1972 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Sigursteinn hefir tekið þátt í nokkrum opnum mótum með góðum árangri m.a. Spanish Open móti til styrktar þeim Arnari Snæ Hákonarsyni og Þórði Rafn Gissurarsyni, 2010 en þá varð Sigursteinn 2. sæti (í fgj.flokki 8,5-24) á 38 glæsilegum punktum. Sigursteinn starfar hjá Samskip og er trúlofaður Sóley Berglindi Erlendsdóttur.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Stuart Grosvenor Stickney (f. 9. mars 1877 – d. 24. september 1932),  Marlene Streit (Kanada), 9. mars 1934 (78 ára)… og…