Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2012 | 10:45

PGA: Hvítblæði hefir tekið sig upp hjá PGA nýliðanum Jarrod Lyle – hann fær að sjá nýfætt barn sitt áður en hann hefur meðferð

Golf 1 kynnti nú nýlega  ástralska kylfinginn Jarrod Lyle, sem einn af „nýju strákunum 29 á PGA Tour 2012″ (Sjá HÉR:). Jarrod hefir þurft að glíma við krabbamein, nánar tiltekið hvítblæði og það hefir tekið sig upp að nýju. Jarrod kvæntist s.l. desember kærestu sinni til margra ára Briony og eiga þau nú  von á fyrsta barni sínu. (Sjá HÉR:)

Jarrod Lyle mun fá að sjá nýfætt barn sitt áður en hann hefur baráttu sína við krabbameinið í 2. sinn. Eiginkona hans Brinoy mun verða sett af stað  í dag eða á morgun í Shepparton í Viktoríu til þess að Jarrod geti séð barn sitt áður en hann ferðast til Melbourne til þess að hefja efnameðferð (ens. chemotherapy) á mánudaginn n.k.

Hinn 30 ára Jarrod var greindur með svokallað acute myeloid leukaemia, eina gerð hvítblæðis fyrir 13 árum, þá aðeins 17 ára og þá tók meðferðin 9 mánuði, en mestallan tímann var hann í efnameðferð og var rúmliggjandi. Nú er Jarrod kominn á PGA Tour.

Jarrod flaug tilbaka til Ástralíu og lét heimilislækninn sinn í Shepparton líta á ígerð vegna flugubits eftir að spila golf í Mexíkó.

Til að gæta allrar varúðar var honum dregið blóð og þá kom í ljós að krabbameinið hafði tekið sig upp.

Umboðsmaður Lyle, Tony Bouffler sagði að Lyle væri þrátt fyrir allt léttur og hlakkaði til fæðingar barns síns.

„Hann er sveitastrákur og ansi seigur,“ sagði Bouffler. „Hann er spenntur fyrir fæðingu barnsins.“

Bouffler sagði að hvítblæðismeðferðin væri „yfirþyrmandi“ og af Lyle væri mjög dregið líkamlega og myndi ekki njóta barnsins eins, ef kona hans myndi ganga með fulla meðgöngu.

Lyle hélt að efnameðferðin á táningsárum sínum hefði haft þær aukaverkanir að hann væri ófrjór og var í sjöunda himni þegar kona hans varð ófrísk.

Náinn vinur Jarrod Lyle, ástralski kylfingurinn Robert Allenby, sem kynntist Jarrod þegar hann fékk hvítblæðið í fyrra sinnið var sjokkeraður. „Þetta er alger harmleikur,“ sagði Allenby. „En ég sagði við hann að hann hafi unnið sigur á þessu áður og geti gert það aftur.“

„Hann á mikla baráttu fyrir höndum en hann hefir hvatninguna vegna þess að nú er hann faðir og eiginmaður, sem mun styrkja hann.“

„Samúð mín er með honum og fjölskyldunni og við ættum öll að standa að baki honum og styðja hann.“

Þegar fréttin spurðist út meðal kylfinga í Ástralíu buðust allir til að hjálpa.

„Allt sem Jarrod þarnast núna er að vita að allir hérna í þessum heimshluta hugsa til hans og óska honum góðs bata,“ sagði Greg Chalmers.

Adam Scott (sem nú leiðir á Cadillac heimsmótinu í Flórída) var meðal þeirra fyrstu til þess að óska félaga sínum góðrar heilsu.

„Hugur minn er hjá Jarrod og fjölskyldu hans. Hann er sterkur strákur og ég óska honum alls góðs í baráttu hans. Við gerum það öll,“ sagði Scott.

Lyle jafnaði besta árangur sinn á PGA Tour fyrir 3 vikum í Riviera, þar sem hann missti af umspilinu um 1. sætið með 2 höggum og varð T-5. Í Mexíkó varð hann T-37.

Heimild: Stuff.co.nz