Hver er kylfingurinn: Rory McIlroy? 6. grein af 8.
Hér verður áfram farið í það helsta sem upp úr stendur á ferli Rory McIlroy, nr. 1 í heiminum, sem atvinnumanns:
Árið 2010 varð Rory fyrst í 3. sæti á Abu Dhabi Golf Championship. Honum tókst ekki að verja titil sinn í Dubai Desert Classic 2010, en varð T-5, eftir lokhring upp á 73 högg.
Á heimsmótinu í holukeppni 2010 vann Rory Kevin Na 1&0 á fyrsta hring en tapaði síðan í umspili gegn Oliver Wilson. Eftir heimsmótið í holukeppni tók Rory sér frí vegna meiðsla í baki. Eftir 2 vikna hlé tók Rory þátt í Honda Classic og varð í 40. sæti.
Þann 2. maí 2010 vann Rory fyrsta PGA Tour sigur sinn, var m.a. á 62 höggum á lokahring Quail Hollow Championship og setti nýtt vallarmet. Rory varð fyrsti kylfingur frá Tiger Woods til þess að sigra á PGA Tour fyrir 21 árs afmæli sitt. Með þessum sigri hlaut Rory 2 ára undanþágu til að spila á PGA Tour.
Þann 2. júní 2010 spilaði McIlroy í Memorial Skins Tournament í Muirfield Village Golf Club í Dublin, Ohio. Rory varð T-10 í Memorial Tournament.
Þann 15. júní 2010 náði Rory þeim frábæra árangri að spila á -9 undir pari, 63 höggum á fyrsta degi Opna breska á Old Course á St. Anrdrews, lægsta skori á 1. degi í 150 ára sögu Opna breska og jafnaði Rory þar með vallarmetið. Hann missti pútt á 17. braut „The Road Hole“ sem myndi hafa hafa orðið til að hann setti nýtt vallarmet. Hann varð T-3 á Opna breska, en við það fór hann í 7. sæti á heimslistanum.
Rory missti af tækifæri til að sigra á PGA Championship risamótinu 2010 þegar hann þrípúttaði á 15. flöt og féll við það úr forystusæti. Hann rétt missti fuglapúttið sitt þannig að hann var 1 höggi frá því að komast í umspil við Bubba Watson og Martin Kaymer, sem sigraði í mótinu. Rory varð aftur T-3 (ásamt hinum enn óheppnari Dustin Johnson).
Þann 4. október vann Rory 1/2 stig fyrir lið Evrópu, sem nauðsynlegt var til sigurs og endurheimtu á Ryder bikarnum úr höndum Bandaríkjamanna. Eftir Ryder bikarinn tilkynnti hann í nóvember að hann myndi einvörðungu spila á Evróputúrnum 2011, þó hann segði jafnframt að hann myndi spila 11 eða 12 mót í Bandaríkjunum á ári. Hann sagði ákvörðunina byggjast á því að hann ætti fleiri vini á Evróputúrnum, hans þætti í Ryder Cup sigrinum auk þes sem hann vildi vera nær þáverandi kærestu sinni ( Holly Sweeney) og fjölskyldu sinni.
Heimild: Wikipedia.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024