
Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr. 26 – Seung-yul Noh
Nú fer að líða að lokum kynningar á strákunum 29, sem fengu kortið sitt fyrir 2012 keppnistímabilið í gegnum Q-school PGA í La Quinta, Kaliforníu í desember s.l. Bara á eftir að kynna 4 efstu strákana og tveir þeirra deildu 3. sætinu að þessu sinni þeir:
T3 | T13 | Bobby Gates (NT) | -6 | F | -15 | 67 | 70 | 68 | 73 | 73 | 66 | 417 |
T3 | T9 | Seung-yul Noh (NT) | -5 | F | -15 | 69 | 72 | 64 | 72 | 73 | 67 | 417 |
Byrjað verður á að kynna Seung-yul Noh frá Suður-Kóreu.
Seung-yul fæddist í Gangwon-do í Suður-Kóreu, 29. maí 1991 og er því 20 ára. Seung-yul byrjaði að spila golf 7 ára eftir að pabbi hans gaf honum fyrsta settið. Seung-yul æfði sig m.a. með því að slá bolta á ströndinni nálægt heimili sínu í Seoul áður en hann fór í skólann og eftir að hann kom heim úr skólanum varði hann öllum tíma sínum á æfingasvæðinu. Seung-yul spilaði líka tennis, fótbolta og hafnarbolta áður en hann sneri athyglinni alfarið að golfi. Hann gerðist síðan atvinnumaður 9 árum síðar, aðeins 16 ára, árið 2007. Það ár komst hann í gegnum Q-school Asíutúrsins og spilaði keppnistímabilið 2008 á þeim túr. Hann vann Midea China Classic á fyrsta keppnistímabili sínu og var nýliði ársins 2008 á Asíutúrnum.
Árið 2010 vann hann Maybank Malaysian Open sem var sameiginlegt mót Asíutúrsins og Evrópumótaraðarinnar. Með þessum sigri varð hann yngsti sigurvegari Evrópumótaraðarinnar (18 ára, 282 daga) á eftir Danny Lee (18 ára, 213 daga). Árið 2010 varð Seung-yul í 1. sæti á peningalista Asíutúrsins og í 34. sæti á Order of Merit á Evrópumótaröðinni.
Seung-yul stundaði nám við Kóreu háskóla.
Fróðleiksmolar um Seung-yul:
Hann ferðast aldrei án iPads-ins síns og uppáhalds vefsíðan hans er twitter.com. Uppáhaldslið Seung-yul er Manchester United. Uppáhaldssjónvarpsþáttur hans er „Unlimited Challenge,“ sem er vinsæll þáttur í Suður-Kóreu. Seung-yul er alltaf með orkustykki í pokanum sem nesti. Góðgerðarmál sem Seung-yul styrkir er háskólasjúkrahúsið í Kóreu (Korean University Hospital).
Sem stendur er Seung-yul í 117. sæti heimslistans.
Heimild: PGA Tour og Wikipedia
- janúar. 22. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 12:00 Cheyenne Woods í kaddýstörfum fyrir kærastann
- janúar. 22. 2021 | 11:58 Brooke Henderson endurnýjar samning við PING
- janúar. 22. 2021 | 10:00 PGA: Hagy sem kom í stað Jon Rahm leiðir e. 1. dag American Express
- janúar. 22. 2021 | 08:00 LPGA: Kang í forystu e. 1. dag Diamond Resorts TOC
- janúar. 21. 2021 | 19:30 Evróputúrinn: Rory efstur e. 1. dag í Abu Dhabi
- janúar. 21. 2021 | 18:00 Tiger ekkert of hrifinn af nýrri heimildarmynd um sig
- janúar. 21. 2021 | 15:49 Afmæliskylfingur dagsins: Davíð og Jónas Guðmundssynir og Rósa Ólafsdóttir – 21. janúar 2021
- janúar. 21. 2021 | 10:00 Orð Justin Thomas eftir að Ralph Lauren rifti styrktarsamningi við hann
- janúar. 20. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Silja Rún Gunnlaugsdóttir – 20. janúar 2021
- janúar. 20. 2021 | 10:00 Paulina Gretzky talar um samband sitt við DJ
- janúar. 20. 2021 | 09:30 Thorbjørn Olesen með Covid-19
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn
- janúar. 20. 2021 | 06:00 GM: 40 ár frá stofnun GKJ