Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2012 | 06:30

PGA: Matt Jones leiðir þegar Puerto Rico Open er hálfnað – hápunktar og högg 2. dags

Á sama tíma og Cadillac heimsmótið fer fram á Bláa Skrímslinu í Miami, þá spila þeir sem eru á PGA Tour en eru ekki með keppnisrétt í Doral á Puerto Rico Open.  Spilað er Trump Internatioanl vellinum í Rio Grande, á Puerto Rico.

Sá sem leiðir þegar mótið er hálfnað er Ástralinn Matt Jones, en hann er búinn að spila hringina 2 á -11 undir pari, 133 höggum (66 67). Í 2. sæti er Bandaríkjamaðurinn George McNeill höggi á eftir Jones og í 3. sæti er japanska golfstjarnan Ryo Ishikawa og Bandaríkjamaðurinn Todd Hamilton á -7 undir pari.

Fimmta sætinu deila 6 kylfingar m.a. nýliðarnir Roberto Castro (sjá kynningu Golf 1 á honum HÉR:), Kevin Kisner (sjá kynningu Golf 1 á honum HÉR:) og Daniel Summerhayes (sjá kynningu Golf 1 á honum HÉR:)

Nokkrir þekktir kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurð í Puerto Rico og ber þar fyrsta að nefna Jhonattan Vegas frá Venzuela, Nicholas Thompson, bróður hinnar frægu Lexi Thompson, David Duval og Arjun Atwal frá Indlandi

Jeff Overton átti högg dagsins, fallegt chipp, sem fór beinustu leið ofan í holu á par-3 16. holunni fyrir fugli.

Til þess að sjá stöðuna þegar Puerto Rico Open er hálfnað, smellið HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Puerto Rico Open smellið HÉR:

Til þess að sá högg 2. dags, sem Jeff Overton átti, smellið HÉR: