Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2012 | 18:30

Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Björn bætti sig um 1 högg á 2. hring Seminole Intercollegiate

Í gær hófst á Southwood golfvellinum, í Tallahassee, Flórída, Seminole Intercollegiate í bandaríska háskólagolfinu. Þátttakendur eru 96 frá 18 háskólum og þeirra á meðal er Ólafur Björn Loftsson, NK og Charlotte. Mótið stendur dagana 9.-11. mars 2012.

Ólafur Björn spilaði fyrsta hring í gær á +5 yfir pari í dag, 76 höggum og í dag bætti hann sig um 1 högg, spilaði á 75 höggum. Á hringnum í dag spilaði Ólafur Björn holur 1-9 á pari en á seinni 9 fékk hann 3 skolla, 1 skramba og 1 fugl.

Ólafur Björn deilir sem stendur 73. sætinu með 3 öðrum kylfingum, en sætisröðun gæti breyst aðeins því nokkrir eiga eftir að ljúka keppni þegar þetta er skrifað. Ljóst er þó að Ólafur Björn er í sæti í kringum það sjötugasta og ekki alveg að finna sig í mótinu.  Charlotte er sem stendur í 10. sæti í liðakeppninni og eins gæti sætisröðun liðs Ólafs Björns, Charlotte breyst aðeins.

Golf 1 óskar Ólafi Birni góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag smellið HÉR: