
Hver er kylfingurinn: Rory McIlroy? 7. grein af 8.
2011
Masters 2011
Fyrir tæpu ári síðan, 7. apríl 2011 var Rory á 65 höggum á 1. hring The Masters í Augusta, Georgia og tók forystu 1. daginn á -7 undir pari skollafríum hring. Hann er yngsti kylfingur til þess nokkru sinni að hafa verið í forystu eftir 1. hring á Masters. Á föstudeginum var hann á 69 höggum og átti 2 högg á Jason Day, með samtals skor upp á -10 undir pari. Á laugardeginum var hann á 70 og samtals -12 undir pari og átti 4 högg á næstu keppendur. En lokin þekkja flestallir – á fjórða og lokadegi mótsins spilaði hann versta hring sem nokkur atvinnukylfingur hefir spilað í sögu Masters, þegar hann kom í hús á 80 höggum og lauk keppni í mótinu T-15 og samtals -4 undir pari.
Rory komst síðan ekki í gegnum niðurskurð við titilvörnina í Quail Hollow árla í maí 2011. Eins var hann með 18 holu forystuna á Memorial Tournament en lauk keppni í 5. sæti.
Sigurinn á Opna bandaríska 2011
Það sem bætti fyrir framangreindar ófarir Rory var að hann sigraði á Opna bandaríska á Congressional vellinum í Bethesda í Maryland þann 19. júní átti 8 högg á Jason Day. Rory setti mörg met með þessum sigri, en þar fremst í flokki var að heildarskor hans þ.e. 268 högg (-16 undir pari) var nýtt met á Opna bandaríska. Þetta heildarskor upp á 268 högg var betra en fyrra met Jack Nicklaus frá 1980 sem hann setti á Baltusrol 1980 upp á 272 og sem Lee Janzen (Baltusrol, 1993), Tiger (Pebble Beach, 2000) og Jim Furyk (Olympía Fields, 2003) jöfnuðu. Það að vera -16 undir pari er betra skor en Tiger Woods var á, á Pebble Beach Golf Links, árið 2000 (-12 undir pari).
Rory kaus að æfa sig fyrir US Open í Pine Valley Golf Club í New Jersey fremur en á Congressional, en spilaði 2 æfingahringi á Congressional vikuna fyrir Opna bandaríska, eftir 2 daga heimsóknarferð til Haiti, sem sendiherra Íra við UNICEF.
Þann 17. júní á 2. hring varð Rory fyrsti kylfingur í sögu mótsins til þess að hljóta skor upp á -13 undir pari. Hann setti metið á 17. holu 2. hrings með fugli. Þrátt fyrir skramba á lokaholunni þá er heildarskor hans eftir 36 holur, samtals 131 högg (65 66) þ.e. samtals -11 undir pari lægsta 36 holu skor í sögu Opna bandaríska. Skor Rory var betra en skor Ricky Barnes upp á 132 högg, árið 2009. Hann setti líka met fyrir að vera sá kylfingur til að ná fyrstu tveggja stafa tölu undir pari þ.e. -10 undir pari eftir 26 holur.
Þann 18. júní á 3. hring Opna bandaríska varð hann fyrsti kylfingurinn til þess að ná -14 undir pari í mótinu eftir fugl á 15. holu á leið sinni að nýju 54 holu meti í sögu Opna bandaríska, þ.e. samtals skori upp á 199 högg. Með þessu var hann 8 högg í forystu fyrir lokahringinn. Lokahringurinn upp á 69 högg varð til þess að hann vann fyrsta risamótstitil sinn og setti nýtt met í heildarskori eftir 72 holur.
Restin af árinu 2011
McIlroy tók sér mánaðar frí frá keppnisgolfi eftir sigurinn á Opna bandaríska. Á Opna breska barðist hann í erfiðu veðri og erfiðri uppsetningu Royal St. George vallarins, en þar sigraði sem kunnugt landi hans og lærifaðir Darren Clarke. Hann kom sér eins ekki í neina sigurstöðu á PGA Championship, sem fram fór í Atlanta Athletic Club eftir að meiðast á úlnlið eftir að hann sló í trjárót sællar minningar á 3. holu. Rory lauk samt árinu með stæl þegar hann vann Lake Malaren Shanghai Masters eftir umspil við Anthony Kim. Í desember vann hann líka USB Hong Kong Open með 2 höggum.
—–
Á morgun er komið að 8. og síðustu greininni í greinaröðinni: „Hver er kylfingurinn: Rory McIlroy?“og verður hún viljandi birt seint þ.e. eftir að niðurstöður úr WGC Cadillac Championship liggja fyrir, en í dag er Rory að sýna glæsileik á Cadillac heimsmótinu á Bláa Skrímslinu, í Flórída. Eftir fremur dapra byrjun fyrstu 2 dagana er Rory búinn að spila fyrstu 14 holurnar á 3. hring á -8 undir pari (búinn að fá 7 fugla, 1 örn og 1 skolla) og ljóst að hann blandar sér í toppbaráttuna á 4. degi s.s. nr. 1 á heimslistanum sæmir með svona áframhaldi, sérstaklega ef toppmönnum 2. dags (Bubba Watson og Justin Rose) tekst ekki að halda haus. –
Það verður fróðlegt hvað Rory gerir og hvað þið fáið að lesa í framhaldinu á morgun!
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023