Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2012 | 18:30

GSG: Daníel Einarsson sigraði á 3. marsmóti Golfklúbbs Sandgerðis

Í dag fór fram í fremur hvössu veðri 3. marsmót Golfklúbbs Sandgerðis. Um 95 manns voru skráðir í mótið, en 85 luku keppni. Veður var fremur rólegt um morguninn, en síðan hvessti hressilega eftir því sem leið á daginn. Það voru heimamenn í Golfklúbbi Sandgerðis sem röðuðu sér í efstu 4 sætin og áttu helming þeirra sem urðu meðal 12 efstu s.s. sjá má hér að neðan. Sigurvegari í punktakeppni varð Daníel Einarsson, GSG á 34 punktum, en höggleikinn vann Helgi Dan Steinsson, GL, á 73 höggum, sem er glæsilegur árangur! Gunnar Viktorsson, GK  tók nándarverðlaunin en hann varð næstur holu, 1,91 m frá pinna.

Röð efstu manna í punktakeppni marsmóts nr. 3 hjá Golfklúbbi Sandgerðis var eftirfarandi:

1 Daníel Einarsson GSG 8 F 18 16 34 34 34
2 Vilhjálmur Steinar Einarsson GSG 11 F 18 16 34 34 34
3 Jónatan Már Sigurjónsson GSG 22 F 15 18 33 33 33
4 Karl Hólm GSG 3 F 17 16 33 33 33
5 Helgi Dan Steinsson GL -3 F 16 16 32 32 32
6 Steinn Baugur Gunnarsson NK 1 F 18 14 32 32 32
7 Steinn Mar Helgason GL 13 F 13 17 30 30 30
8 Birgir Jónsson GSG 15 F 15 15 30 30 30
9 Ögmundur Máni Ögmundsson GR 1 F 15 15 30 30 30
10 Óskar Marinó Jónsson GSG 10 F 15 15 30 30 30
11 Bergsveinn Þórarinsson GKG 15 F 16 14 30 30 30
12 Karl Jón Karlsson GR 8 F 18 12 30 30 30

Næsta mót Golfklúbbs Sandgerðis verður líklega haldið Skírdag og verður með Texas Scramble fyrirkomulagi skv. samtali Golf 1 við Guðmund Einarsson, framkvæmdastjóra GSG.