Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2012 | 20:45

Evróputúrinn: Leik á 3. hring frestað vegna myrkurs – McGrane enn efstur

Það er Írinn Damien McGrane sem enn hefir forystuna á Trophée Hassan II í Marokkó, þegar 3. hring var frestað vegna myrkurs.  Hann er búinn að spila á samtals -12 undir pari, en á 8 holur eftir óspilaðar.  Matteo Manassero og Spánverjinn José Manuel Lara gera harða hríð að McGrane en báðir eru búnir að spila á -11 undir pari. Matteo á eftir að klára 3 holur og José Manuel 8 eins og Damien McGrane.

Af þeim sem lokið hafa við að spila 3 hringi er Englendingurinn Michael Hoey efstur á samtals -10 undir pari, 206 höggum (74 67 65).  Hoey er einn í 4. sæti.

Lokið verður við 3. hring í fyrramálið og síðan verður lokahringurinn spilaður.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Trophée Hassan II, smellið HÉR: