Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2012 | 09:00

Gæti þetta gerst í golfi? Kuwait spilar útgáfu Borat af þjóðsöng Kazakhstan við verðlaunaafhendingu í skotfimi

Þvílík mistök, þvílík hneisa! Hvað haldið þið að Kuwaitar, sem gestgjafaþjóð í skotfimikeppni hafi gert við verðlaunaafhendingu þeirrar keppni nú á dögunum? Sú sem varð í efsta sæti var Maria Dmitrenko frá Kazakhstan og eftir að búið var að afhenda gullið og kom að því að spila átti þjóðsöng Kazakhstan spiluðu Kuwaitarnir útgáfu Borat af þjóðsöng landsins. Eitthvað virðist þjóðsöngur Kazakhstan hafa vafist fyrir aröbunum í Kuwait. Framkvæmdaaðilar mótsins í Kuwait einfaldlega googluðu lagið og hlóðu niður og fyrsta útgáfan sem birtist var útgáfa Borat, sem er langt frá upphaflegu útgáfunni s.s. sjá má hér að neðan. Siðan það sorglega… útgáfa Borat var spiluð við verðlaunaafhendinguna.

Kazakhstanar eru móðgaðir og allir í Kuwait keppast við að biðjast afsökunar.  Maria stóð sig hins vegar eins og hetja. Ekki skemmtilegt að hlusta á grínlag um m.a. gleðikonur og þar sem hæðst er að ríkinu manns þegar verið er að taka við verðlaunum.

Til þess að sjá myndskeiðið af Mariu Dmitrenko þegar hún hlustar á Borat útgáfuna af „þjóðsöng Kazakhstan“ spilaða við verðlaunaafendinguna í skotfimi smellið HÉR: 

Hinn raunverulegi þjóðsöngur Kazakhstan er svohljóðandi í enskri þýðingu:

Sky of golden sun,

Steppe of golden seed,
Legend of courage –
Take a look at my country!

From the antiquity
Our heroic glory emerged,
They did not give up their pride
My Kazakh people are strong!

Þjóðfáni Kazakhstan.


Chorus:

My country, my country,

As your flower I will be planted,
As your song I will stream, my country!
My native land  – Kazakhstan!

The way was opened to the posterity
I have a vast land.
Its unity is proper,
I have an independent country.

It welcomed the time
Like an eternal friend,
Our country is happy,
Such is our country.

 

Borat var bannaður í þjóðríkjum Múslima og það er ekki erfitt að sjá af hverju. Í raun algerlega furðulegt að Kuweitar hafi spilað lag hans.

Útgáfa Borat af þjóðsöng Kazakhstan á ensku:

Kazakhstan greatest country in the world.
All other countries are run by little girls.
Kazakhstan number one exporter of potassium.
Other countries have inferior potassium.

Kazakhstan home of Tinshein swimming pool.
It’s length thirty meter and width six meter.
Filtration system a marvel to behold.
It remove 80 percent of human solid waste.

Kazakhstan, Kazakhstan you very nice place.
From Plains of Tarashek to Norther fence of Jewtown.
Kazakhstan friend of all except Uzbekistan.
They very nosey people with bone in their brain.

Kazakhstan industry best in the world.
We incented toffee and trouser belt.
Kazakhstan’s prostitutes cleanest in the region.
Except of course Turkmenistan’s

Kazakhstan, Kazakhstan you very nice place.
From Plains of Tarashek to Norther fence of Jewtown.
Come grasp the might phenis of our leader.
From junction with the testes to tip of its face!

Gæti þetta gerst í golfinu?

Spurningin er síðan gæti slíkt hið sama komið fyrir í golfinu? Svarið í fyrstu atrennu virðist auðvelt: NEI…. því hefir einhver nokkru sinni heyrt um kylfing frá Kazakhstan? Eða kylfing frá Kazakhstan sem hefir orðið ofarlega í einhverju móti? NEI. Eiga þeir yfirleitt kylfing á helstu mótaröðum heims? Svarið er NEI, hvorki á helstu mótaröðum kvenna né karla.

Hins vegar verður golf grein á Ólympíuleikunum 2016… og þá kynni að koma upp að spila þyrfti þjóðsöng Kazakhstan eða hvað? Telja verður það heldur ólíklegt, en ef svo færi er vonandi að Brasilía feti ekki í fótspor Kuwait og spili útgáfu Borat!

Stutt er síðan að farið var að spila golf í Kazakhstan, en þar hefir golf ekki verið spilað nema í tæp 21 ár og aðeins 2 golfvellir í landinu.  Fyrir þá sem fræðast vilja nánar um golf í Kazakhstan, þá er von á góðu seinna í dag hér á Golf1.is, því ofangreind  frétt varð til þess að farið var að grafast nánar fyrir um golf í Kazakhstan.