Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2012 | 04:30

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi lauk leik í 28. sæti á Bearcat Golf Classic

Í Greenwood, Suður-Karólínu fór dagana 26.-27. mars fram  Bearcat Golf Classic mótið.  Meðal þátttakenda var Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og lið hans Belmont Abbey. Þátttakendur voru 89 frá 17 háskólum.

Arnór Ingi spilaði mjög stöðugt golf var á 75 höggum alla þrjá hringi mótsins, samtals á 225 höggum þ.e. samtals +9 yfir pari.  Hann var á 2. besta skori liðs síns og bætti sig um 4 sæti milli daga þ.e. var jafn öðrum í 32. sæti eftir fyrri dag og lauk keppni í 28. sæti, sem hann deildi með öðrum.

Lið Arnórs, Belmont Abbey deildi 11. sætinu á mótinu (þ.e. var T-11) ásamt öðru háskólaliði.

Sjá má umfjöllun um mótið á heimasíðu Belmont Abbey HÉR: