
Nýju stúlkurnar á LPGA 2012 (13. grein af 20) – Minea Blomqvist Kakko, Meredith Duncan, Rebecca Lee Bentham
Í kvöld verða seinni 3 stúlkurnar af þeim 6 kynntar sem deildu 9. sæti á lokaúrtökmóti LPGA, sem fram fór dagana 30. nóvember – 4. desember í Flórída á s.l. ári. Þetta eru eftirfarandi stúlkur:
Minea Blomqvist Kakko
Hér má sjá nýlega grein Golf 1 um Mineu Blomqvist Kakko.
Meredith Duncan
Meredith fæddist 25. mars 1980 og er því nýorðin 32 ára. Meredith segist hafa byrjað að spila golf um leið og hún byrjaði að ganga. Hún segir afa sinn, Oree Marsalis vera þann einstakling sem hafi haft mest áhrif á feril sinn. Meðal áhugamála Meredith er að versla, lesa, horfa á kvikmyndir, dansa og syngja í kareoke. Af mörgu er að taka af áhugamannsferli Meredith en staðar skal numið það að hún vann U.S. Women’s Amateur Championship, árið 2001, sem áhugamaður.
Árið eftir 2002 gerðist hún atvinnumaður. Strax árið eftir 2003 komst hún í gegnum Q-school LPGA og gerði það í 1. tilraun sinni og hefir spilað á mótaröðinni síðan.
Rebecca Lee Bentham
Rebecca Lee Bentham fæddist 20. mars 1992, í Scarborough, Ontario, í Kanada og er því nýorðin 20 ára. Hún á m.a. sama afmælisdag og indverski kylfingurinn Arjun Atwal og enska unglingastirnið Charley Hull.
Rebecca byrjaði að spila golf 12 ára. Hún segir pabba sinn hafa verið þann aðila, sem hafi haft mest áhrif á feril sinn. Rebecca á tvö systkini, Söruh og Paul. Meðal áhugamála utan golfsins eru að vera á skíðum, að sigla, elda og baka. Ef hún ætti einn dag þar sem hún gæti gert hvað sem hún vildi myndi það vera að fæða fólk í hungrandi heimi. Hún var í háskólagolfinu í University of Texas í Austin. Rebecca komst á LPGA í fyrstu tilraun. Rebecca er í 514. sætinu á Rolex-heimslista kvenna.
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster
- janúar. 26. 2021 | 06:00 Þjálfarinn Claude Harmon III segir aðskilnaðinn við fv. nemanda sinn Brooks Koepka „hrikalegan“
- janúar. 25. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2020
- janúar. 25. 2021 | 05:00 Hvað var í sigurpoka Kim?
- janúar. 25. 2021 | 04:55 PGA: Si Woo Kim sigraði á American Express
- janúar. 24. 2021 | 23:59 LPGA: Jessica Korda sigraði á Diamond Resorts TOC!
- janúar. 24. 2021 | 17:00 Levy vann geggjaðan BMW með flottum ás!
- janúar. 24. 2021 | 16:30 Evróputúrinn: Tyrrell Hatton sigraði á Abu Dhabi HSBC mótinu!
- janúar. 24. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingvar Jónsson – 24. janúar 2021
- janúar. 24. 2021 | 08:00 PGA Tour Champions: Darren Clarke sigraði á Hawaii!
- janúar. 23. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2021)
- janúar. 23. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 12:00 Cheyenne Woods í kaddýstörfum fyrir kærastann
- janúar. 22. 2021 | 11:58 Brooke Henderson endurnýjar samning við PING