Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2012 | 10:15

The Masters 2012: Gary Player býst við að vera taugatrekktur á teig á morgun

Gary Player hefir upplifað svo til allt, sem golf hefir upp á að bjóða á glæstum ferli sínum, en engu að síður býst hann við því að finna aðeins fyrir taugunum í fyrsta skipti sitt sem hann slær heiðsursupphafshöggið á morgun á The Masters.

Á morgun, fimmtudagsmorgun, mun hinn 76 ára Suður-Afríkubúi ganga til liðs við sex-faldan sigurvegara á Masters, Jack Nicklaus og fjórfaldan sigurvegara á sama móti, Arnold Palmer til þess að slá upphafshöggið hátíðlega af 1. teig Augusta National.

„Ég verð taugaóstyrkur en ég er nú þegar að reyna að róa mig,“ sagði heilsuræktarfríkið Player við blaðamenn við heilsurækt nokkra nálægt Augusta National í gær. (Þriðjudag).  „Það er þess vegna sem ég vann mikið af mótunum, vegna þess að þegar kné fylgdi kviði, var ég fær um að hafa stjórn á taugunum.“

„Svo held ég að erfðafræðin spili stórt hlutverk. Ég var svo heppinn að vera með réttu genin og ég var heppinn að geta haft stjórn á taugunum.“

Player, sem er nífaldur sigurvegari risamóta og hefir löngum eldað grátt silfur við Palmer og Nicklaus, en átt þá báða enn lengur að sem vini, hikaði stuttlega áður en hann reyndi að svara því hvernig honum kæmi til með að líða á fyrsta teig.

„Ég veit ekki almennilega hvaða orð á að nota… er maður upptrekktur? Er maður taugaóstyrkur? Er maður þarna uppfullur af gleði? Ég held að það sé sambland alls þessa,“ sagði hann.

„Augljóslega verður maður asvolítið stressaður. Þetta er í beinni og fólk er á staðnum að horfa á og ég vil slá besta upphafshöggið af okkur 3 (þ.e. Palmer, Nicklaus og Player).

Gary Player hló þegar hann var spurður um hvort það væri mikilvægt að slá lengsta drævið af þeim 3, við upphaf 76. Mastersmótsins og fyrsta risamóts ársins.

„Auðvitað við höfum verið í mjög mikilli samkeppni í gegnum árum,“ sagði maðurinn frá Suður-Afríku (Player) brosandi, sem vann 3 græna jakka á Augusta National og er aðeins einn af 5 kylfingum til þess að sigra öll risamótin 4.

„Okkur langaði alltaf svo óskaplega til þess að hafa betur gegn hver öðrum og það gerðum við líka í mörg skipti, hvort heldur var í höggleik eða holukeppni og við svo sannarlega öttum kappi.

„En það er gaman að hugsa tilbaka að þegar við töpuðum þá gátum við horfst í augu á hver öðrum og sagt „vel gert, en ég vinn þig í næstu viku.“ Þetta er saga samveru okkar.

Gary Player sem hélt upp á 50 ára afmæli fyrsta sigur síns á Augusta National á síðasta ári var ánægður að hinir „Þrír Stóru“ (ens. Big Three) kæmu saman á ný til þess að slá heiðursupphafshöggin á Masters.

„Samanlagt höfum við sigrað yfir 350 golfmót um allan heim og við ólumst upp saman, spiluðum saman og kepptum gegn hver öðrum,“ sagði hann (Gary Player).

„Okkur þykir mjög vænt hver um annan og virðum hvern annan og að vera á teig á morgun (fimmtudagsmorgun – Skírdag) er mikill heiður fyrir mig, vegna þess að þessi völlur er í hávegum hjá mér.“

„Að slá af teig með Arnold og Jack er mjög sérstakt,“ bætti Player við, en á glimrandi ferli sínum vann hann meira en 160 mót um allan heim.