Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2012 | 23:30

Bandaríska háskólagolfið: Ragna Björk og St. Leo luku leik í 7. sæti á Grand Canyon mótinu

Í dag lauk á  Litchfield Park í Arizona, Grand Canyon Women´s Invitational. Þátttakendur voru 91 frá 18 háskólum, þ.á.m. Ragna Björk Ólafsdóttir, GK og lið hennar St. Leo.

Ragna spilaði á samtals 167 höggum (86 81) og varð T-66.   Háskólalið ið St. Leó varð í 7. sæti.

Til þess að sjá úrslitin á Grand Canyon Women´s Invitational smellið HÉR: