Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2012 | 20:35

The Masters 2012: Louis Oosthuizen leiðir eftir frábæran albatross á 2. braut Augusta National á lokahringnum – Myndskeið

Þegar þetta er ritað er Louis Oosthuizen, frá Suður-Afríku í forystu á lokahring Mastersmótsins.  Honum tókst það ótrúlega … að fá ALBATROSS á par-5 2. brautina (Pink Dogwood)!

Til þess að sjá albatross Oosthuizen á 2. braut Augusta National smellið HÉR:

Takist Oosthuizen að sigra verður það 2. árið í röð sem kylfingur frá Suður-Afríku sigrar á mótinu en í fyrra vann Charl Schwartzel.

Í lýsingu Golf 1 á 2. holunni, sem Oosthuizen fékk albatrossinn á segir eftirfarandi:

„2. braut (Pink Dogwood), 575 yardar,(526 metrar) par-5: Trén til vinstri eru dauðagildra – þau kostuðu Pádraig Harringt0n skor upp á 9, árið 2009. Það ætti að vera hægt að vera inni í 2 höggum, en sandglompurnar beggja vegna flatarinnar eru fjölsóttar.“

Brautin er 526 metra og var Oosthuizen með  288 metra dræv og átti því eftir 238 metra aðhögg, sem hann sló með löngu járni og rúllaði boltinn frá flatarkantinum að holu og datt!  Frábær albatross!  Þvílík byrjun og… þvílíkt golf!!!!

Síðasti kylfingurinn sem fékk albatross á Masters og vann síðan mótið var Gene Sarazen, árið 1935.  Högg nr. 2, þ.e. aðhögg Sarazen á 15. braut var nefnt  „the shot heard round the world“  upp á ensku eða lauslega þýtt „höggið sem fór um heiminn.“ Aðrir albatrossar, sem litið hafa dagsins ljós á Masters eru þeir sem Bruce Devlin (á 8. braut, árið 1967) og Jeff Maggert (á 14. braut, árið 1994) hlutu.

Já, albatrossarnir eru ekki fleiri en 4 á The Masters í gegnum tíðina, þannig að þeir sem fylgdust með The Masters í beinni voru að sjá sögulegan atburð í golfsögunni í kvöld.