
Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn lauk leik í 7. sæti á Bryan National Collegiate
Í dag lauk Bryan National Collegiate mótinu í bandaríska háskólagolfinu. Spilað var á Bryan Park Players golfvellinum í Greensboro, Norður-Karólínu. Meðal þátttakenda voru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Berglind Björnsdóttir, báðar í GR, en Ólafía Þórunn í Wake Forest og Berglind í UNCG.
Ólafía Þórunn lauk leik í 7. sæti sem hún deildi með Amöndu Strang frá Suður-Karólínu. Ólafía Þórunn spilaði á samtals +4 yfir pari, samtals 220 höggum (71 72 77). Ólafía Þórunn spilaði best af liði sínu; sú sem næst kom Marissa Dodd, varð T-9, á +5 yfir pari, samtals 221 höggi (73 76 72) og síðan kom Cheynne Woods, frænka Tigers, en hún varð T-13 á +6 yfir pari, samtals 222 höggum (75 73 74).
Berglind lauk leik í 82. sæti sem hún deildi með 4 öðrum stúlkum. Berglind spilaði á samtals +25, samtals 241 höggum (79 86 76) og átti sinn besta hring á mótinu í dag, glæsileg 76 högg!
Lindy Duncan í Duke sigraði einstaklingskeppnina en hún var á samtals -4 undir pari, samtals 212 höggum (71 71 70).
Duke og Tennessee háskólarnir deildu 1. sætinu, Wake Forest varð í 7. sæti og UNCG, gestgjafarnir í 9. sæti af 17 háskólum sem þátt tóku.
Til þess að sjá úrslit á Bryan National Collegiate smellið HÉR:
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023