Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2012 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn lauk leik í 7. sæti á Bryan National Collegiate

Í dag lauk Bryan National Collegiate mótinu í bandaríska háskólagolfinu. Spilað var á Bryan Park Players golfvellinum  í Greensboro, Norður-Karólínu. Meðal þátttakenda voru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Berglind Björnsdóttir, báðar í GR, en Ólafía Þórunn í Wake Forest og Berglind í UNCG.

Ólafía Þórunn lauk leik í 7. sæti sem hún deildi með Amöndu Strang frá Suður-Karólínu.  Ólafía Þórunn spilaði á samtals +4 yfir pari, samtals 220 höggum (71 72 77).  Ólafía Þórunn spilaði best af liði sínu; sú sem næst kom Marissa Dodd, varð T-9, á +5 yfir pari, samtals 221 höggi (73 76 72) og síðan kom Cheynne Woods, frænka Tigers, en hún varð T-13 á +6 yfir pari, samtals 222 höggum (75 73 74).

Berglind lauk leik í 82. sæti sem hún deildi með 4 öðrum stúlkum. Berglind spilaði á samtals +25, samtals 241 höggum (79 86 76) og átti sinn besta hring á mótinu í dag, glæsileg 76 högg!

Lindy Duncan í Duke sigraði einstaklingskeppnina en hún var á samtals -4 undir pari, samtals 212 höggum (71 71 70).

Duke og Tennessee háskólarnir deildu 1. sætinu, Wake Forest varð í 7. sæti og UNCG, gestgjafarnir í 9. sæti af 17 háskólum sem þátt tóku.

Til þess að sjá úrslit á Bryan National Collegiate smellið HÉR: