Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2012 | 12:30

Carly Booth sigraði á Dinard Ladies Open

Dinard Ladies Open mótið sem Tinna Jóhannsdóttir, GK, tók þátt í, í Frakklandi lauk í gær með sigri hinnar skosku Carly Booth. Þetta er fyrsti sigur Carly á ferli sínum sem atvinnumanns og hann vannst eftir umspil við frönsku stúlkuna Marion Ricordeau, sem búin var að leiða allt mótið.  Carly hefir greinilega liðið vel á Dinard linksaranum, sem er 2. elsti golfvöllur Frakklands og hannaður er af einum þekktari af skoskum golfvallarhönnuðum, Tom Dunn.   Sjá kynningu Golf 1 á honum hér Thomas Dunn 1 og Thomas Dunn 2

Carly Booth hefir þroskast mikið frá því þessi mynd var tekin af henni - er m.a. búin að aflita á sér hárið og er orðin svaka golfskutla!

Carly þrípúttaði á 18 flöt á 3. hring golfvallar Dinard Golf Club og því voru þær Marion jafnar eftir 54 holur, en mótið var 3 hringja. Hún fékk síðan fugl á 18. holu sem spiluð var aftur í umspili og vann mótið.

Carly Booth sagði að loknum sigrinum: „Ef ég hefði fengið par á 18. á 54. holu hefði ég sigrað, það tókst ekki en ég sigraði nú samt (í umspilinu)! Auðvitað er ég ánægð en ég held að það hafi tekið smá tíma að átta mig á þessu. Ég hef verið að slá vel í nokkra mánuði og það er gaman að sjá afraksturinn.“

Næsta mót LET Access Series verður haldið í Zaragoza á Spáni í GC La Peñaza, dagana 19.-21. apríl og tekur Tinna Jóhannsdóttir þátt í því móti.

Til þess að sjá úrslitin í Dinard Ladies Open smellið HÉR: