Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2012 | 07:00

GL: Framkvæmdir á fullu við nýju vélaskemmuna á Garðavelli á Akranesi

Framkvæmdum miðar vel við byggingu 500 fermetra vélaskemmu golfklúbbsins Leynis við Garðavöll á Akranesi.

Búið er að reisa veggeiningar hússins og koma fyrir límtrjésbitum sem bera uppi  þakið.

Í gær var gólfplatan í skemmuna steypt og þá lagðir niður um 70 rúmmetrar af steypu.  Platan var síðan vélslípuð í nótt.

Að sögn Gylfa Sigurðssonar framkvæmdastjóra  golfklúbbsins er áætlað að vélaskemman komist undir þak í maímánuði og framkvæmdir hefjist  síðan innanhúss í haust.

Í vor og í byrjun sumars verður lögð áhersla á frágang á stígum og mönum við vélaskemmuna og veginum inn á svæðið sem eftir á að leggja bundnu slitlagi.