Arnar Unnarsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2012 | 08:00

GKJ: Arnar og Erlingur Snær sigruðu á Opna Sumardagurinn fyrsti mótið

Opna Sumardagurinn fyrsti mótið fór fram á Hlíðavelli í gær. Spilaðar voru 14 holur. Þátttakendur voru 176 og urðu helstu úrslitin þessi:

Höggleikur án forgjafar

1 Arnar Unnarsson, GR 57 högg

2 Jón Hilmar Kristjánsson, GKJ 58 högg

3 Birgir Birgirsson, GL 59 högg

Erlingur Snær Loftsson, GHR, vann punktakeppnina á Opna Sumardagurinn fyrsti mót GKJ. Mynd: Golf 1.

Punktakeppni með forgjöf:

1. Erlingur Snær Loftsson, GHR 38 punkta (14 á síðustu 6)

2. Jón Gunnar Gunnarsson, GK 38 punkta (12 á síðustu 6)

3. Ágúst Þorsteinsson, NK 37 punkta (20 á seinni 9)

 

Næstur holu á 1. flöt

Ingvar Christiansen, GKJ 1 m frá holu

 

Næstur holu á 12. flöt
Bragi Jónsson, GKJ 2,7 m frá holu

 

Næstur holu á 15. flöt
Baldur Ísberg, GÚ 3,65 m frá holu