Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2012 | 19:45

Carl Petterson vill frekar vera með fjölskyldunni en að spila á Ryder Cup

Carl Pettersson var í 2. sæti bæði á Sony Open og Houston Open áður en hann sigraði á RBC Heritage mótinu í Hilton Head um síðustu helgi. Þrjár toppniðurstöður ættu að duga til þess að hann fari í 10. sæti á stigalista Ryder Cup, en þar er aðeins einn haki á.

Svíinn er ekki hæfur til að hljóta stig á Ryder cup.

„Maður verður að vera með kortið á Evrópumótaröðinni, sem ég er ekki með,“ sagði Petterson s.l. þriðjudag.

Og það er ekki vegna þess að hann er að sniðganga mótaröðina. Pettersson hefir búið í Bandaríkjunum frá því hann var táningur og á síðusta ári gerðist hann bandarískur ríkisborgari. Hann býr í Norður-Karólínu ásamt konu sinni og tveimur börnum, sem eru að verða 5 og 8 ára. Honum finnst þetta vera lykiltími til þess að vera meira heima í stað þess að ferðast um allan heiminn til þess að uppfylla kröfu Evrópumótaraðarinnar um spil á 13 mótum.

„Það er of erfitt að spila á tveimur mótaröðum í einu,“ sagði Petterson. „Það er erfitt að keppa á einu móti, hvað þá tveimur. Ég hef séð aðra reyna að spila á báðum mótaröðum. Það er mjög erfitt. Luke Donald tókst það á síðasta ári. Ég veit að þetta er Ryder Cup ár. En ef ég spila vel, kannski taka þeir við mér.“  […]

„Með eiginkonu og tvö börn, fyrir þennan sigur þá tók ég ekki þátt í neinum risamótum, nema kannski PGA,“ sagði hann. „Þegar maður stendur frammi fyrir að spila á 13 mótum þarna (í Evrópu), þá er ég mjög ánægður að spila á PGA Tour.“

Pettersson, sem af sumum er kallaður „Swedish Redneck“ (lausleg þýðing: sænski sveitalubbinn) vegna evrópsks uppruna síns og búsetu sinnar í Suðurríkjum Bandaríkjanna hefur spilað utan Bandaríkjanna aðeins 2 sinnum s.l. 2 ár – í bæði skiptin á Asia Pacific Classic í Malasíu, sem er óopinbert PGA Tour mót.  Síðasta skiptið sem ég spilaði á fullu á Evróputúrnum var 2002.

„Ég skil hvers vegna Evrópumótaröðin lætur þá sem spila á henni gerast félagsmenn. Það er samningatæki til þess að fá topp-kylfingana aftur til Evrópu,“ sagði Pettersson.

Petterson getur nú farið að hlakka til að fá að taka þátt á risamótunum. The Masters var eina risamótið sem hann spilaði á, á síðasta ári. Sigur hans á Hilton Head varð til þess að hann fær bæði að spila á PGA Championship og the Masters á næsta ári. Pettersson er nr. 35 á heimslistanum, sem stendur og verður að vera meðal efstu 60 til að hljóta þátttökurétt á Opna bandaríska og meðal efstu 50 til þess að hljóta þátttökurétt á Opna breska.

Heimild: PGA Tour