Tinna spilaði vel – á 74 höggum… en komst ekki í gegnum niðurskurð á Spáni
Tinna Jóhannsdóttir, GK, lauk keppni í gær á i Banesto Tour Zaragoza mótinu, sem haldið var í Club de Golf la Peñaza, í Zaragoza, á Spáni. Nú er maður farin að kannast við hana, en hún bætti sig um 7 högg milli hringja spilaði 2. hring á 74 höggum. Það nægði því miður ekki til þess að komast í gegnum niðurskurð, en Tinna spilaði fyrri hringinn á + 9 yfir pari, 81 höggi. Hún stökk samt upp í 65. sæti eftir 74 högga hringinn, en var í 72. sæti, eftir fyrri daginn.
Aðeins 26 efstu stúlkurnar af 87 þátttakendum í mótinu fá að spila 3. og lokahring mótsins, sem fram fer í dag. Niðurskurðurinn var miðaður við samtals +3 yfir pari.
Sú sem er efst eftir 2 hringi er hollenska stúlkan Marjet Van Der Graaff, en hún er búin að spila hringina tvo á -4 undir pari (71 69).
Næsta mót sem Tinna tekur þátt í, fer fram 10.-12. maí n.k. í Kristianstad Golf Club í Ahus, Svíþjóð.
Til þess að sjá stöðuna á Banesto Tour Zaragoza mótinu eftir 2. hring, smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024