Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2012 | 18:00

Golfvellir í Rússlandi (6. grein af 9): Moscow Golf Club í Krylatskoye

Vegna þess hversu landareignir eru dýrar í miðborg Moskvu eru flestir golfvellir í útjarðri borgarinnar. Moscow Golf Club í  Krylatskoye er byggður á einu fallegasta svæði í útjarðri höfuðborgar Rússlands, Moskvu nálægt Moskvu ánni og ekki langt frá Serebryaniy greniskóginum.

Þetta er fallegur 18 holu golfvöllur hannaður af  Mazurin og Tapalevskiy.

Á golfstaðnum er púttgreen, æfingasvæði og æfingaglompa og eins mínígolfvöllur, tennisvöllur og heilsurækt. Eins eru golfhermar á staðnum.

Komast má á heimasíðu Moscow Golf Club HÉR: 

Upplýsingar:

Heimilisfang: 2 Ostrovnaya St., Moskvu

Sími: + 7 495 234 74 51