Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2012 | 15:00

Hvað er í uppáhaldi hjá skoska kylfingnum Vikki Laing?

Það er spurning hversu margir gætu skammlaust talið upp 5 kvenkylfinga frá Skotlandi? Þó eru margar sem hafa verið að gera það gott að undanförnu. T.a.m. vann Carly Booth Dinard Ladies Open í Frakklandi nú um daginn og hin feimna Catriona Matthews, sem m.a. var í sigursælu Solheim Cup liði Evrópu 2011, er í uppáhaldi hjá mörgum.

Hér sýnir enn einn skoskur kvenkylfingur á sér hina hliðina en það er Vikki Laing. Hún er frá hinum sögufræga golfstað Musselburgh í Skotlandi. Vikki er fædd 14. mars 1981 og því nýorðin 31 árs. Hér fer mynd af því sem er í uppáhaldi hjá Vikki: