Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Niclas Fasth – 29. apríl 2012

Það er sænski kylfingurinn Niclas Fasth sem er afmæliskylfingur dagsins. Niclas fæddist 29. apríl 1972 í Gautaborg og á því 40 ára stórafmæli í dag. Niclas gerðist atvinnumaður 1993 og hefir á ferli sínum sigrað 12 sinnum. Hann komst á Evrópumótaröðina 1996 og hefir sigrað þar 6 sinnum. Niclas er kvæntur konu sinni Marie og á með henni Adam og Amöndu.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Allan George Balding 29. apríl 1924 – 30. júlí 2006;  Johnny Miller, 29. apríl 1947 (65 ára);  Anna Grzebien, 29. apríl 1985 (27 ára)

…… og ……


Gauti Geirsson (19 ára)

 

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is