Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2012 | 14:45

Myndskeið: Hundur starfar sem aðstoðarmaður á golfvelli

Kaleigh er 6 ára Golden Retriever í fullu starfi á Whitetail golfvellinum í Charleston, Maine.

Kaleigh

Það byrjaði allt saman á því að einn félagi í golfklúbbnum, sem Kaleigh er í, vildi kanna hversu klár Kaleigh væri og lét hana hafa lykilinn af golfbílnum, af því hann nennti ekki að skila honum sjálfur í klúbbhúsið. Og viti menn Kaleigh skilaði lyklinum og er nú í fullu starfi við að létta kylfingum lífið með því að skila golfbílalyklum fyrir þá inn í golfverslun. Eigandinn segir að hún reyni að sinna öllum og sé ansi þreytt að kvöldi dags. Sniðugt finnst sumum, aðrir fetta fingur út í að hún „steli“ störfum frá mönnum, sem þurfi þeirra með.

Til þess að sjá Kaleigh í starfi sínu sem aðstoðarhundur á golfvelli smellið HÉR: 

PS: Golden Retrieverum er ýmislegt til lista lagt – Hér má sjá einn á segborði: