Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2012 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Martin Laird?

Skoski kylfingurinn Martin Laird deilir 1. sætinu með Ian Poulter, en báðir spiluðu 1. hring the Players á -7 undir pari, 65 höggum. Poulter fær samt öllu meiri athygli þótt hringur Laird í gær hafi e.t.v. verið öllu glæsilegri fyrir þær sakir að hann skilaði „hreinu“ skorkorti þ.e. ekki með neinum skolla á.   Martin Laird fékk 7 fugla og engan skolla eða þaðan af verra, sem var í einu orði glæsilegt!

En hver er kylfingurinn?

Martin Laird fæddist í Glasgow, Skotlandi 29. desember 1982 og er því 29 ára. Mikið er af íþróttamönnum í ætt Laird, en frændi hans David Weatherston spilar t.a.m. með Falkirk í 1. deildinni í Skotlandi.

Martin Laird á að baki glæstan áhugamannsferil en hann vann t.a.m. Scottish Youths Championship 2003, þ.e. var skoskur meistari unglinga 2003. Sem barn og unglingur var Laird við æfingar í  JKirkintilloch Golf CLub en flutti sig síðan yfir í Hilton Park Golf Club. Hann lærði að spila örvhent en skipti síðan yfir og spilar í dag rétthent.

Háskólagolfið

Árið 2009, þegar Martin Laird var 17 ára hlaut hans styrk College Prospects of America og þar að auki skólastyrk við Colorado State University og spilaði golf í 4 ár undir stjórn þjálfarans  Jamie Bermele. Hann spilað golf fyrir Colorado State Rams í Mountain West Conference, sem komið var á fót 1999.  Á árinum 2000-2004 vann hann 4 einstaklingstitla, en þeir voru eftirfarandi:  the Mountain West Conference Men’s Golf Championship (1. maí 2000);  El Diablo Intercollegiate (16. mars 2003); Ping Golf Cougar Classic (26. apríl 2003) og Border Olympics (2. apríl 2004). Síðustu 3 ár sín í háskólagolfinu var hann valinn í All Mountain West Conference Selections. Martin Laird útskrifaðist frá Colorado State University með gráðu í markaðsfræðum 2004. Árið 2009 var Laird valinn í  „Mountain West Men’s Golf 10th Anniversary Team.“

Atvinnumennskan í golfinu

Martin Laird gerðist atvinnumaður í golfi eftir útskrift og hann vann 2. mót sitt sem atvinnumaður, te Denver Open, árið 2004 og hlaut  $12,000 (Verðlaunaféð sem hann keppir um í dag er öllu hærra á the Players eða $ 1,7 milljónir)

Árið 2004 spilaði hann aðeins á 1 móti Nationwide, the Envirocare Utah Classic, en komst ekki í gegnum niðurskurð. Í lok árs 2004 var hann í lokaúrtökumóti Q-school PGA Tour en lauk keppni á +1 yfir  í 96. sæti, 18 höggum á eftir sigurvegaranum Brian Davis. En fyrir vikið fékk Laird einhvern spilarétt á Nationwide Tour 2005.

Laird einbeitti sér algerlega að Nationwide Tour 2005. Besti árangur hans var T-18 í 19 mótum sem hann spilaði í og heildarvinningsféð var $18,488, sem kom honum í  156. sæti á peningalista Nationwide Tour.

Árið 2006 vann Laird San Juan Open og mót á 3. deilar mótaröðinni Gateway Tour í  The Wigwam Golf Resort and Spa í Azirona. Hann spilaði ekki á Nationwide Tour, en líkt og 2004 var hann í lokaúrtökumóti Q-school PGA Tour og samtals skor hans upp á -2 undir pari, kom honum í 64. sætið þannig að hann fékk fullan keppnisrétt á Nationwide Tour  2007.

Árið 2007

Þetta ár var Martin Laird aftur kominn á Nationwide Tour og tók þátt í öllum eða 27 mótum.  Hann sigraði  the Athens Regional Foundation Classic í apríl það ár og vann sér inn  $90,000 og síðan varð hann T-3 í lok árs á  Nationwide Tour Championship. Heildarvinningsfjárhæð hans $252,679 gerði það að verkum að hann varð í 13. sæti á peningalista Nationwide Tour og hlaut hann þannig kortið sitt á PGA Tour, keppnistímabilið 2008. Hann ávann sér m.a. þátttökurétt á US Open 2007 en spilaði á 76 og 79 og náði ekki niðurskurði. Hann lauk árinu hins vegar í 251. sæti heimslistans.

Árið 2008  Nýliðaárið á PGA 

Laird átti í svolitlum vandræðum á PGA fyrst um sinn. Hann náði aðeins niðurskurði 6 sinnum af 14 mótum sem hann tók þátt í fyrsta hálfa árið og niðurstaðan var T-55 sæti. Hann byrjaði að braggast í júlí en aðalárangrinum náði hann í ágúst. Það var þegar hann varð T-4 í Legends Reno-Tahoe Open og T-4 aftur í Wyndham Championship. Með þessar niðurstöður varð hann í 128. sæti á FedEx Cup listanum og ávann sér rétt til að spila á The Barclays 1. mótið af FedEx Cup Playoff.   Hann varð T-7 í mótinu og á næstu 3 mótum vann hann sér inn  $546,225. Góð frammistaða hans í The Barclays lyftu honum upp í 67 á FedEx Cup stigalistanum og hann fékk þátttökurétt í  Deutsche Bank Championship og BMW Championship. Hann lauk keppni í 67. sæti  FedEx Cup stigalistans og hirti $110,000 af bónuspottinum.

Fyrir lokamót keppnistímabilsins the Children’s Miracle Network Classic, þá var Laird í 126. sæti peningalista PGA Tour á eftir Shane Bertsch. Aðeins 125 efstu á listanum fá að halda kortinu sínu fyrir 2009 keppnistímabilið. Bertsch tókst ekki að ná niðurskurði og Laird varð T-21 í mótinu og $49,680 sem hann vann urðu til þess að hann rétt náði að halda kortinu – varð í  125. sæti á peningalista PGA Tour’ með  $11,504 meira vinningsfé en Bertsch, sem féll niður í 126. sætið. Ef hann hefði misst 3 metra parpútt á lokaholunni hefði hann farið niður í vinningsfé um $15,000 og ekki tekist að halda kortinu.  Heildartvinningsfé Laird árið 2008 voru $852,752. Hann lauk árinu nr. 268 á heimslistanum.

Árið 2009

Líkt og árinu áður byrjaði Laird illa. Fyrir Legends Reno-Tahoe Open í ágúst hafði honum bara tekst að komast í gegnum niðurskurð í 7 mótum af 19 sem hann spilaði í og hann var með röð 7 skipta sem hann náði ekki niðurskurði.

Þann 26. maí 2009 tryggði Laird sér sæti í Opna breska 2009 eftir að komast í gegn í útrökumóti í Texas. Hann var með hringi upp á 67 og 65 og var í 3. sæti. Á mótinu sjálfu var spilaði hann á 74 og 72 og munaði 2 höggum að hann kæmist í gegnum niðurskurð. Vikuna þar áður varð hann í 10. sæti á Opna skoska, sem var fyrsta mót hans sem atvinnumanns í Skotlandi.

Þann 8. júní komst Laird í gegnum úrtökumót fyrir US Open, sem fram fór á Black Course í Bethpage State Park. Hann hlaut eitt af 13 sætunum með hringjum upp á 67 og 70 og komst í mótið á 1 höggi. Í mótinu sjálfu hins vegar var hann á 74 og 71 og munaði 1 höggi að hann kæmist í gegnum niðurskurð.

Í ágúst varð Laird T-2 í Legends Reno-Tahoe Open, en þetta mót fór fram á sama tíma og 2009 WGC-Bridgestone Invitational. Hann vann $264,000 og fór úr 303. sætinu á heimslistanum í 236. sætið.

Seinna á árinu 2009 vann Laird fyrsta mótið sitt á PGA Justin Timberlake Shriners Hospitals for Children Open eftir þriggja manna umspil og tryggði þar með kortið sitt 2010 og 2011. Verðlaunaféð var $756,000  og hann fór úr 134. sætinu á peningalistanum í 62. sætið. Með sigri í þessu móti varð hann fyrsti Skotinn til þess að sigra á PGA Tour frá því Sandy Lyle tókst að sigra á Masters Tournament 1988 og fyrsti Skotinn itl þess að sigra í móti PGA Tour síðan Paul Lawrie wann Opna breska 1999.  Laird varð við sigurinn sá skoti sem var efstur á heimslistanum en hann fór úr 237. sætinu í 108. sætið. Með sigrinum hlaut hann líka keppnisrétt á fyrsta heimsmótið sitt  þ.e. the2009 WGC-HSBC Champions, þar sem hann varð í 54. sæti

Árið 2010

Laird  spilaði nær einvörðungu á PGA Tour árið 2010. Hann varð T-4 á  Hyundai Tournament of Champions  og T-10 á Crowne Plaza Invitational at Colonial.

Laird varð í 95. sæti á FedExCup listanum. Hann spilaði vel á The Barclays. Eftir 3 hringi (69 67 65) var hann með 3 högga forystu. Eftir að fá fugla á fyrstu 2 holurnar, fékk hann 7,5 og missti 3 högg á næstu 3 holum. Fugl á 17. braut þar sem hann setti niður 2 metra pútt færði honum 1 höggs forystu yfir Matt Kuchar og hann þurfti bara par á 18. til þess að sigra. Hann var inni á flöt í 2 en þrípúttaði og varð jafn Kuchar og því þurfti að koma til umspils milli þeirra. Kuch fékk fugl á 1. holu umspilsins, 18. holuna og vann umspilið. Laird fékk engu að síður $810,000 fyrir 2. sætið og var þar með kominn í 3. sæti FedEx Cup listans, og fór úr 120 á heimslistanum í bestu persónulegu niðurstöðu hans á heimslistanum 61. sætið!

Með þessum árangri hlaut hann keppnisrétt í öll hin FedEx Cup mótin.  Hann varð í 11. sæti og tók $ 300.000 af bónuspottinum, jafnvel þó hann hafi orðið í síðasta sæti í síðasta mótinu, The Tour Championship.

Laird tók líka þátt í Alfred Dunhill Links Championship í október 2010 og varð í 5. sæti. Tveimur vikum síðar sneri hann aftur til Las Vegas til að verja tiitl sinn í  theJustin Timberlake Shriners Hospitals for Children Open, sem hann vann 2009. Laird missti 8 metra pútt á síðustu holunni og kom til umspils milli hans Cameron Percy og Jonathan Byrd. Byrd náði eftirminnilega fyrstu holunni í höggi í umspili í sögu PGA Tour og vann titilinn. T-2 árangur Laird lyfti honum þó í 55. sæti heimslistans. Vikuna þar á eftir varð hann T-3 í CIMB Asia Pacific Classic Malaysia, tveimur höggum á eftir sigurvegaranum Ben Crane og varð í fyrsta sinn á topp-50 á heimslistanum, þ.e. í 49 sæti.

Þrátt fyrir sigur sinn 2009 fékk Laird ekki sjálfkrafa þátttökurétt á risamótin 2010, þar sem þetta var ekki regular season mót né hafði hann verið nógu hár á heimslistanum til þess að öðlast þátttökuréttinn.  Hann hlaut þátttökurétt á Opna breska á Old Course á St. Andrews með hringjum upp á 69 og 63 á Gleneagles Golf & Country Club í Texas,en var með hringi upp á  74 og 83 í mótinu og munaði 11 höggum að hann næði niðurskurði. Hann hlaut sjálfkrafa þátttökurétt á PGA Championship  (sigurvegarar PGA Tour móta hljóta sjálfkrafa þátttökurétt á PGA Championship án tillits til  status) og með hringjum upp á 70 og 74, náði hann í fyrsta sinn að komast í gegnum niðurskurð á risamóti.  Næstu hringi spilaði hann á 72 og 73 og varð T-48.

Árið 2011 Sigur á Arnold Palmer Invitational 

Laird var í góðu formi 2010 og velgengnin hélt áfram 2011. Í febrúar var hann T-3 í Waste Management Phoenix Open og fór við það í 41. sæti heimslistans. Í mars varð hann T-10 á WGC-Cadillac Championship og fór upp í 40. sæti heimslistans.

Þann 27. mars 2011 vann Martin Laird stærsta sigur sinn til þessa: Arnold Palmer Invitational og hlaut í verðlaunafé $ 1.080.000,-.  Eftir 3 hringi var skor Laird 70 65 70 og hann var með 2 högga forystu á Spencer Levin og Steve Marion og Bubba Watson enn 2 höggum á eftir. Í stuttu máli varð Laird að setja niður parpútt á 18. og síðustu holu 4. hrings fyrir sigri sem tókst og varð hann þar með fyrsti Evrópubúinn til þess að sigra Arnold Palmer Invitational. Við sigurinn fór hann í 21. sæti heimslistans.  Með því að komast í fyrsta Tour Championship 2010 hlaut Laird keppnisrétt í fyrsta sinn á the Masters. Þar var skor hans 74, 69, 69, 73 og hann varð T-20, sem er besta niðurstaða hans í risamóti.

Eftir sigurinn á Arnold Palmer Invitational var hann með aðrar góðar niðurstöður í mótum t.a.m. varða hann T-9 á Valero Texas Open, T-10 í Crowne Plaza Inv. at Colonial og varð T-11 í WGC-Bridgestone Inv.  Nokkrar slæmar niðurstöður voru þó einnig þar á meðal t.a.m. komst hann ekki í Tour Championship og í lok árs var Martin Laird kominn í 47. sætið á heimslistanum.

Árið 2012

Árið í ár byrjar vel. Martin Laird varð í 2. sæti á opnunarmóti PGA Tour, Hyundai Tournament of Champions, þannig að hann er komst aftur upp í 33. sæti heimslistans.  Hann fer enn hærra takist honum að sigra á the Players núna um helgina.  Það verður spennandi að sjá hvað Laird gerir

Að lokum mætti geta þess að Laird er ein af mestu sleggjunum á PGA og var meðal topp 20 sem voru að meðaltali með lengstu dræv á PGA túrnum árin 2009, 2010 og 2011.  Þjálfari Laird er Mark McCann.  Martin Laird kvæntist konu sinni Meagan Franks 31. júlí 2011. Hún er frá Steamboat Springs í Colorado og dóttir golfkennarans Hank Franks.

Heimild: Wikipedia