Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2012 | 19:00

Evróputúrinn: Oliver Wilson leiðir þegar Madeira Islands Open er hálfnað

Það er Englendingurinn Oliver Wilson, sem leiðir þegar Madeira Islands Open er hálfnað.  Hann kom inn á -7 undir pari, 65 höggum í dag og er því samtals búinn að spila á -13 undir pari (66 65).

Öðru sætinu deila 3 kylfingar: Svíarnir Magnus A Carlson og Joakim Lagergren og Englendingurinn Andy Sullivan, allir aðeins 1 höggi á eftir Wilson.

Til þess að sjá stöðuna þegar Madeira Islands Open er hálfnað smellið HÉR: