Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2012 | 21:45

Guðrún Pétursdóttir sigraði í flokki 17-18 ára stúlkna á 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka á Þverárvelli að Hellishólum

Það var Guðrún Pétursdóttir, GR, sem stóð uppi sem sigurvegari í flokki 17-18 ára stúlkna á 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka, sem fram fór á Þverárvelli.

F.v.: Halla Björk Ragnarsdóttir, GR; Saga Ísafold Arnarsdóttir, GK og Guðrún Pétursdóttir, GR voru í lokahollinu í dag. Mynd: Golf 1

Guðrún spilaði hringina 2 á samtals +11 yfir pari, 153 höggum (75 78).

Í 2. sæti varð Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, tveimur höggum á eftir Rún.

Særós Eva Óskarsdóttir t.h. varð í 2. sæti á Þverárvelli á 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka í dag. Með henni á mynd eru Eydís Eva Jónsdóttir, GR (t.v) og Högna Kristbjörg Knútsdóttir, GK, (f.m.).  Mynd: Golf 1

Í 3. sæti varð síðan Anna Sólveig Snorradóttir, GK, á +16 yfir pari, samtals 158 höggum (84 74) sama skori og Halla Björk Ragnarsdóttir, GR (79 79), sem varð í 4. sæti.

Anna Sólveig Snorradóttir, GK á 17. braut Þverárvallar í dag, 2. júní 2012. Hún varð í 3. sæti á þessu 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka á Þverárvelli að Hellishólum. Mynd: Golf 1

Sjá má úrslit í flokki 17-18 ára stúlkna hér fyrir neðan:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 Alls Mismunur
1 Guðrún Pétursdóttir GR 2 F 43 35 78 7 75 78 153 11
2 Særós Eva Óskarsdóttir GKG 5 F 38 37 75 4 80 75 155 13
3 Anna Sólveig Snorradóttir GK 2 F 38 36 74 3 84 74 158 16
4 Halla Björk Ragnarsdóttir GR 4 F 40 39 79 8 79 79 158 16
5 Saga Ísafold Arnarsdóttir GK 5 F 42 40 82 11 78 82 160 18
6 Högna Kristbjörg Knútsdóttir GK 5 F 43 41 84 13 80 84 164 22
7 Eydís Ýr Jónsdóttir GR 6 F 44 40 84 13 82 84 166 24
8 Bryndís María Ragnarsdóttir GK 8 F 43 42 85 14 83 85 168 26
9 Hildur Rún Guðjónsdóttir GK 10 F 49 36 85 14 84 85 169 27
10 Sigríður Eygló Unnarsdóttir GSS 13 F 41 44 85 14 95 85 180 38
11 Andrea Jónsdóttir GKG 11 F 47 43 90 19 95 90 185 43
12 Hrafnhildur Guðjónsdóttir GO 17 F 53 45 98 27 90 98 188 46
13 Helena Kristín Brynjólfsdóttir GKG 15 F 44 46 90 19 99 90 189 47
14 Ásdís EinarsdóttirForföll GR 8 F 47 50 97 26 97 97 26
15 Sesselja Ósk GunnarsdóttirForföll GK 0