Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2012 | 09:00

PGA: Tiger sigraði á Memorial mótinu í 5. sinn – hápunktar og högg 4. dags

Seint í gær náði Tiger Woods 73. sigri sínum á PGA Tour og jafnaði þar með fjölda sigra á túrnum við Jack Nicklaus.  Og það í mótinu sem Jack kom á laggirnar og er eitt virtasta mót á PGA túrnum!Aðeins Sam Snead hefir sigrað fleiri mót, 82 alls og er sá sem hefir sigrað flest mót á PGA.

Það var hrein unun að horfa á Tiger í gær.  Chippið hans á 16. er eitt það flottast högg, sem hann hefir slegið í seinni tíð.  Alls spilaði Tiger á samtals -9 undir pari, samtals 279 höggum (70 69 73 67).  Eftir sigurinn var að venju haldinn blaðamannafundur með sigurvegaranum sem sjá má HÉR: 

Öðru sætinu deildu Andres Romero frá Argentínu og Rory Sabbatini frá Suður-Afríku á samtals -7 undir pari, 281 höggi, hvor.

Nr. 1 á heimslistanum, Luke Donald lauk leik í 12. sæti á samtals -1 undir pari.

Til þess að sjá úrslitin á Memorial mótinu smellið HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Memorial smellið HÉR:

Högg dagsins á 4. degi Memorial var frábært chipp Tiger á 16. flöt úr erfiðri legu sem sjá má HÉR: