Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2012 | 10:45

PGA: Jim Furyk og Graeme McDowell efstir fyrir lokahring US Open

Það eru Jim Furyk og Graeme McDowell sem eru efstir og jafnir á US Open fyrir lokahring mótsins, sem spilaður verður í kvöld.  Báðir eru samtals á 1 undir pari, samtals 209 höggum eftir 3 hringi; Furyk (70 69 70) og McDowell (69 72 68).

Einn í 3. sæti er Svíinn Fredric Jacobson á 1 yfir pari, 211 höggum (72 71 68).  Fjórða sætinu deila 4: Lee Westwood, Ernie Els, Blake Adams og Nicholas Colsaerts, allir á samtals 2 yfir pari.

Tiger Woods átti slæman dag í gær og ólíklegt að hann vinni 15. risamótið í kvöld. Tiger er samtals á 4 yfir pari, 5 höggum á eftir forystunni, en þegar Tiger er annars vegar er s.s. ekkert ómögulegt.

Högg 3. hrings í gær var án efa ás John Peterson, en þetta er aðeins 2. ásinn í sögu US Open á Olympic Club golfvellinum í San Francisco.  Sjá má ás Peterson með því að SMELLA HÉR: 

Spennandi kvöld framundan á US Open!

Til að sjá stöðuna á 112. US Open í Olympic Club SMELLIÐ HÉR: