Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2012 | 18:37

Evróputúrinn: Howell og Hansen efstir fyrir lokahringinn í París

Það eru Englendingurinn David Howell og Daninn Anders Hansen sem leiða fyrir lokahringinn á Alstom Open de France á Le National golvellinum í París. Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 6 undir pari, 207 höggum; Howell (70 70 67) og Hansen (70 68 69).

„Ég spilaði fallega“ sagði Howell „Þetta hafa verið 3 góðir hringir.“

Í þriðja sæti er George Coetzee frá Suður-Afríku aðeins 1 höggi á eftir.

Heimamaðurinn Raphaël Jacquelin og sá sem hafði forystuna í gær Þjóðverjinn Marcel Siem deila síðan 4. sætinu á 4 undir pari hvor.

Ian Poulter og Henrik Stenson eru svo í 6. sæti á 3 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. hring á Alstom Open de France SMELLIÐ HÉR: